Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Sheryl Crow kom til bjargar í sambandsslitum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Daníel Oliver segist hlusta mest á popp. Annars sé hann hann algjör alæta á tónlist og hlusti á allt frá Bítlunum til Britney Spears. En með hverju mælir hann um helgar?

 

Föstudagur

„Prefab Sproud er bresk hljómsveit sem foreldrar mínir hlustuðu mikið á þegar ég var yngri. From Langley Park To Memphis er líklega þekktasta platan þeirra og alveg frábær föstudagsplata. Hún inniheldur hverja perluna á eftir annarri, frábær lög eins og The King of Rock and Roll og Hey Manhattan!, en uppáhaldslagið mitt er Cars and Girls sem er líklega það lag sem situr mest í æskuminningunum.

Þótt platan sé mjög 80’s, þá er það ekki á svona klisjukenndan hátt. Lagasmíðarnar hafa elst rosalega vel og það er enn gaman að setjast niður á góðu kvöldi og leyfa allri plötunni að renna í gegn. Maður verður ekki leiður á henni.“

Laugardagur

„Laugardagsplatan mín, The Billie Eilish Experience kom út fyrir skemmstu og er framsækin plata en höfundurinn Billie Eilish er bandarísk stúlka og aðeins 17 ára. Platan er, eftir því sem ég best veit, hennar fyrsta og frábær poppplata í dekkri kantinum. Þungur bassinn leikur stórt hlutverk á allri plötunni en Billie semur lögin sjálf og bróðir hennar útsetur þau.

- Auglýsing -

Flest lögin eru frábær, sérstaklega My strange addiction, Bury a friend og You should see me in a crown og yfirveguð og áreynslulaus rödd Eilish gerir plötuna að meistaraverki. Maður fyllist vissu kærusleysi gagnvart lífinu við hlustunina.“

https://www.youtube.com/watch?v=9oNhOZ51TgA

Sunnudagur

- Auglýsing -

„Tuesday Night Music Club með Sheryl Crow er tilvalin á sunnudegi, en hún kom út árið 1993. Ég spilaði þessa plötu í döðlur þegar ég gekk í gegnum sambandsslit en eftir að dramað var búið þá varð þetta ágætis sunnudagsplata. Þarna eru lög sem margir ættu að kannast við, eins og Leaving Las Vegas, Strong Enough og All I wanna do. Léttur kántrífílingur með góðum gítarsólóum og hnyttnum textum. Frábær blanda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -