Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Sigurðu Ingi segir ekki hafa tekist að sannfæra meirihluta þjóðarinnar um fyrirvara við þriðja orkupakkann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þrátt fyrir álit fjöl­margra lög­spek­inga þá hefur ekki náðst að sann­færa meiri­hluta þjóð­ar­innar um að nóg sé að gert með þeim fyr­ir­vörum sem kynntir hafa ver­ið,“ skrifar Sigurður Ingi  Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu– og sveitastjórnarráðherra, í aðsendri grein á Kjarnanum. „Hefur rík­is­stjórnin reynt að koma til móts við þá sem harð­ast hafa gagn­rýnt pakk­ann með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem og fleiru sem á að taka af allan vafa um að orku­auð­lindir Íslands verði undir yfir­ráðum Íslend­inga og engra ann­arra.“

Sigurður segir að þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem mestar efasemdir hafi ekki tekist að ná sátt um málið. „Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar. Er það að mörgu leyti skilj­an­legt enda um eitt af fjöreggjum íslensku þjóð­ar­innar að ræða og lík­lega sú auð­lind sem á eftir að skipta mestu máli fyrir lífs­gæði kom­andi kyn­slóða. Það er því mik­il­vægt að leitað sé sáttar og nið­ur­stöðu sem almenn­ingur trúir og treystir að gæti hags­muna þjóð­ar­innar í bráð og lengd.“

Formaður Framsóknarflokksins bendir á hrunið sem rót almenns vantrausts í samfélaginu en um leið hafi fólk horft upp á Evrópusambandið taka sér stöðu með fjármála- og vðskiptavaldi. „Þótt ríf­lega ára­tugur sé lið­inn frá hruni þá hefur þjóðin ekki gleymt. Sárin eru ekki gró­in. Stofn­anir sam­fé­lags­ins, stjórn­mál og stjórn­sýsla, hafa ekki end­ur­heimt traust almenn­ings. Fólk hefur auk þess horft upp á til­hneig­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins að taka sér stöðu með fjár­mála- og viðskiptavaldinu gegn lýð­ræð­inu eins og við kynnt­umst í Ices­a­ve-­mál­inu og sést einnig vel í ofbeld­is­kenndri fram­komu Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart grísku þjóð­inni. Það er því ekki skrýtið að íslenskur almenn­ingur vilji hafa varan á þegar kemur að sam­skiptum við þetta stóra veldi sem er reyndar drauma­land ein­staka stjórn­mála­hreyf­inga hér á Íslandi.“

Sigurður fer yfir stöðu stjórnmálanna og segir frá störfum sínum að undanförnu og bendir á að með sumrinu komi önnur umræða. Þannig séu Íslendingar hættir að ræða um klukkuna af sama hita og áhuga og í vetur. „Og meðan sólar nýtur mestan hluta sól­ar­hrings­ins þá höfum við ekki áhyggjur af því hvort klukkan er hálf eitt eða hálf tvö á hádegi.“

Sigurður segir ríkisstjórnina hafa unnið samhent af krafti og ábyrgð. Hann þakkar ríkisstjórninni árangur vegna kjarasamninga. „Það hlýtur flestum að vera ljóst að sá árangur sem náð­ist með lífs­kjara­samn­ingi á almennum mark­aði með ábyrgri og fram­sýnni aðkomu stjórn­valda er stórt skref í því að bæta lífs­gæði á Íslandi og tryggja betri afkomu þeirra sem eru á lægstu laun­unum í sam­fé­lag­in­u. Flestum hlýtur einnig að vera ljóst að þessi árangur hefði ekki náðst án sterkrar rík­is­stjórnar sem spannar lit­róf stjórn­mál­anna frá vinstri til hægri með sterkri áherslu á miðj­una.“ Ráðherra fer yfir kjarasamninga og stefnumál Framsóknarflokksins fyrir síðustu þingkosningar. „Áherslu­mál Fram­sóknar í síð­ustu kosn­ingum eru áber­andi í aðgerðum stjórn­valda vegna kjara­samn­inga. Fyrst ber að nefna „sviss­nesku leið­ina“ sem felst í því að fyrstu kaup­endum sé gert kleift að nýta hluta af líf­eyr­is­sparn­aði sínum til að kaupa sér íbúð­ar­hús­næði. Sér­stakt bar­áttu­mál okkar í Fram­sókn í langan tíma, það að hús­næð­islið­ur­inn sé tek­inn út úr vísi­töl­unni, er að verða að veru­leika fyrir ný neyt­enda­lán og skref sem svo gott sem tryggja að verð­trygg­ingin sé úr Íslands­sög­unni verða að veru­leika á næstu miss­er­um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -