Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Sjálfsagt að fólk hafi ofan í sig og á”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Samstarf þessara þriggja flokka er óvenjulegt” sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um samstarf flokkanna þriggja VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Bjarkey vildi meina að ríkisstjórnin sé mynduð á breiðum grunni ólíkra stjórnmála. Þessi samstaða hafi skilað miklum árangri og samstarfið gangi vel.

Bjarkey kom inn á þau jafnréttismál sem unnið er að. Hún sagði lengingu fæðingarorlofs og jafnari hlutur foreldra í orlofi stuðli að kynbundnu jafnvægi á vinnumarkaði. Hún sagði ríkisstjórnina hafi komið til móts við lágtekjufólk með breytingu á skattkerfi. Sérstaklega með lágtekjuskattþrepi og bættum úræðum fyrir barnafólk. „Sjálfsagt að fólk hafi ofan í sig og á” sagði Bjarkey og bætti við að slík lífsgæði ættu ekki að vera forréttindi.

húsnæðismál yngri kynslóða kom fyrir í ræðunni. Nauðsynlegt væri að sýna aukinn stuðning í þeim málum. „Skýrar reglur um leiguvernd og úrræði vegna fyrstu kaupa.” Endurvekja þarf félagslegt húsnæðiskerfi að mati þingkonunnar. „Allt mun þetta stuðla að því að fólk hafi val um að búa í eigið húsnæði eða öruggu leiguhúsnæði.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -