Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Skerðingar hirða allt að 95 prósent af atvinnutekjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður kjarahóps Öryrkjabandalags Íslands, skrifaði pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni þann 29. janúar síðastliðinn þar sem hann lýsti aðstæðum öryrkja sem vill vinna og hvað það þýðir fyrir slíkan.

„Oft er sagt að öryrkjar og aðrir lífeyrisþegar séu fastir í fátæktargildru en hvað þýðir það eiginlega?

Jú, það er þannig að velferðarkerfið (almannatryggingar og félagsþjónusta sveitarfélaga) er sett upp þannig að ef lífeyrisþegi reynir að bæta stöðu sína með atvinnu þá byrja greiðslur kerfisins fljótt að skerðast á móti. Einna frægust er hin svokallaða krónu á móti krónu skerðing en hún er bara hluti af vandanum. Skerðingarnar valda því að ágóðinn af auknum tekjum er harla lítill nema að tekjurnar séu það miklar að bætur kerfisins skerðist að fullu. Því fleiri kerfum sem einstaklingur er að fá stuðning frá, því meiri eru þessar skerðingar. Þaðan kemur hugtakið „keðjuverkandi skerðingar“ sem oft kemur upp í umræðum um velferðarkerfið.

Annað helsta kvörtunarefni hins opinbera varðandi öryrkja er að þeir nýti ekki alla þá starfsgetu sem þeir hafa sé einhver geta til staðar. Ég segi á móti; af hverju ættu öryrkjar að leggja það á sig að vinna, oft umfram getu, þegar kerfið er bókstaflega byggt upp til að letja fólk til að vinna?

Ég þekki ekki einn einasta öryrkja sem ekki vill vinna. Allavega innan marka þeirrar starfsgetu sem er til staðar.

Ef hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, vilja að öryrkjar vinni meira þá verður að laga kerfið þannig að það sé raunverulegur ágóði af vinnu. Það verður að draga úr keðjuverkandi skerðingum. Það nær út fyrir öll mörk skynseminnar að skattar og keðjuverkandi skerðingar skuli hirða 95 prósent af atvinnutekjum öryrkja eftir að ákveðnu tekjumarki er náð. Afnám krónu á móti krónu skerðingar er mjög mikilvægt málefni en baráttan stoppar ekki þar.“

Kjarninn fjallaði ítarlega um mál öryrkja á Íslandi í 11. tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -