Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Skriðuflóðbylgjur afar fátíðar á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skriðuflóðbylgjur þar sem skriða fellur í vatn eða sjó, líkt og gerðist í Öskju, eru fátíðar á Íslandi og hingað til hefur ekki verið talin stafa mikil hætta af þeim.

Alla jafna stafar minni hætta af slíkum flóðbylgjum heldur en stórum bylgjum af völdum jarðskjálfta. Í janúar 1967 féll berg úr Steinholtsjökli niður í lón framan við jökulinn og olli flóðbylgju sem barst marga kílómetra niður Steinholtsdal og kom fram sem hlaup í Krossá og Markarfljóti. Einnig eru dæmi um að flóðbylgjur af völdum snjóflóða hafi valdið skemmdum hér á landi, til að mynda á Suðureyri við Súgandafjörð og á Siglufirði.

Hins vegar eru dæmi um mannskæðar skriðuflóðbylgjur erlendis. Í Noregi hafa skriður valdið stórum flóðbylgjum þegar þær ganga út í þrönga firði eða stöðuvötn og létust samtals 174 í þremur tilfellum, í Loen árin 1905 og 1936 og í Tafjord 1934. Árið 1963 féll skriða í Vajont-uppistöðulónið á Ítalíu og olli 250 metra hárri flóðbylgju sem grandaði tvö þúsund manns í þorpum neðan við stífluvegginn. Ein stærsta þekkta flóðbylgja af völdum berghlaups í sjó varð í Lituya-flóa í Alaska árið 1958. Risastórt berg féll í flóann eftir jarðskjálfta og náði flóðbylgjan sem myndaðist 520 metra upp í hlíðina gegnt upptökum skriðunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -