Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Spurning um sjálfsákvörðunarrétt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf fékk tvo einstaklinga til að rökstyðja skoðanir sínar á því hvort lögleiða eigi kannabis eða ekki þar sem lögleiðing neyslu kannabisefna í Kanada hefur hleypt nýju lífi í umræðuna um þessi mál hérlendis. Örvar Geir Geirsson, listamaður, stofnandi Reykjavik homegrown og áhugamaður um menningu og málefni sem varða kannabis er einn þeirra sem vill að neysla kannabis verði lögleg á Íslandi.

Sjá einnig: Neysla eykst við lögleiðingu

Hvaða rök mæla með lögleiðingu kannabis? „Refsistefnan skilar engu og virkar ekki. Reynslan hefur sýnt að hún dregur hvorki úr notkun né framboði. Það er betra að regluvæða hægt og rólega framleiðslu og sölu og hafa aldurstakmark. Ekki vera með þessar forræðishyggjurefsingar. Skattleggjum þetta frekar og notum skatttekjurnar samfélaginu til góðs. Ólöglegi kannabismarkaðurinn á Íslandi veltir stórum fjárhæðum, innan hans er fjöldi manns af öllum stéttum og hann er kominn til að vera. Það er löngu kominn tími á nýja nálgun, ekki bara afglæpavæðingu heldur regluvæddan iðnað og lögleg störf.“

Skattleggjum þetta frekar og notum skatttekjurnar samfélaginu til góðs.

Hver er reynsla annarra þjóða af lögleiðingu? „Ef litið er til reynslu annarra Evrópuþjóða og ríkja innan Bandaríkjanna hefur lögleiðing, hvort sem er notkun til lækninga eða til afþreyingar fyrir fullorðið fólk, getið af sér samfélagslegan ávinning með töluverðri minnkun glæpatíðni í ýmsum geirum afbrota. Þar á meðal er heimilisofbeldi, og dauðsföllum vegna misnotkunar lyfja hefur einnig fækkað, auk þess hefur dregið úr notkun ávanabindandi verkjastillandi lyfja og ólöglegra efna, eins og reynsla Portúgala og ríkja í Bandaríkjunum hefur sýnt. Notkun á CBD-olíu hefur reynst flogaveikum erlendis vel og eins ýmsum sem eiga við taugasjúkdóma að stríða. Slík olía hefur engin hugbreytandi vímuáhrif og virðist samkvæmt öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið, heilsubætandi. Töluvert stór hópur Íslendinga hefur orðið sér úti um CBD-olíu vegna ýmissa kvilla og notið góðs af.“

Hverju myndi lögleiðing breyta fyrir þjóðfélagið? „Aðgengi ungs fólks yrði minna með aldurstakmarki. Það yrðu greiddir skattar af framleiðslunni og haft eftirlit með sölu, framleiðslu, gæðum og styrkleika vörunnar. Þetta skapar iðnað sem býr til ótal mörg sérfræði- og þekkingarstörf sem verður að teljast ávinningur fyrir samfélagið. Svo má nota þá fjármuni sem skattar gefa af sér til að stuðla að öflugum forvörnum og fræðslu og leggja aukið fjármagn í meðferðarúrræði og geðhjálp.“

Svo má nota þá fjármuni sem skattar gefa af sér til að stuðla að öflugum forvörnum og fræðslu.

Hvers vegna ert þú persónulega hlynntur lögleiðingu kannabis? „Fyrir mér er þetta bara spurning um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, hvort sem er vegna heilsu eða sér til afslöppunar. Svo finnst mér bara óþarfi að eyða tíma lögreglu í að eltast við fólk vegna notkunar kannabis, einkaræktunar eða fyrir að hafa smávegis kannabis á sér, til dæmis á tónleikum. Flest fólk sem notar kannabis er heiðarlegt og gott fólk, samkvæmt minni reynslu, þetta fólk veldur ekki öðrum neinum skaða, hættu eða tjóni með því að fá sér eina jónu. Þetta svokallaða stríð gegn fíkniefnum er bara stríð gegn fólki sem veldur samfélagi og fólki skaða og það aðallega ungu fólki, okkar fólki.“

Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -