Stephen Curry á Íslandi

Bandaríski körfuboltakappinn Stephen Curry er staddur á Íslandi ásamt eiginkonu sinni, Ayesha Curry.

 

Ayesha deildi mynd á Instagram í dag þar sem hún greindi frá því að vínið frá Domaine Curry sé nú fáanlegt á Íslandi en merkið er í eigu hennar og Sydel Curry, systur Stephen.

Stephen og Ayesha dvelja á lúxushóteli Bláa lónsins. Í gær gæddu þau sér á kvöldverði á veitingastaðnum Moss og kíktu svo ofan í vínkjallara staðarins.

AUGLÝSING


Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is