Stöðvaður tvisvar af lögreglu yfr sömu nótt

Lögregla gerði tilraun til að stöðva ökumann um tvö í nótt en ökumaðurinn sinnti stöðvunarmerkjum ekki. Í ljós kom að hann hafði fyrr um kvöldið verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og þá sviptur ökuréttindum.

Ökumaðurinn komst undan í fyrstu en var síðar handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði. Kona sló mann í höfuðið með glasi með þeim afleiðingum að manninum blæddi mikið. Árásarþoli fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Árásaraðili vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is