Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Strákar talaðir niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristjana Stella Blöndal, dósent við félagsvísindasvið Háskóla Íslands sem hefur um árabil rannsakað brottfall úr framhaldsskólum, segir að margir strákar standi sig mjög vel í námi og því sé varhugavert að alhæfa yfir allan hópinn, en athygli hefur vakið að stúlkur voru í miklum meirihluta þeirra sem dúxuðu við útskriftir úr framhaldsskólum í vor.

Hún bendir á að í nýjum rannsóknum um kynjaímyndir sé sífellt horft meira í það hvernig krakkarnir gera dæmigerðar karla- og kvenímyndir innhverfar. Þ.e. krakkarnir virðast taka þessar ímyndir misjafnlega mikið inn á sig.

„Það er líka punktur að við erum alltaf að gera svo mikið úr kynjunum og muninum á þeim. Fyrst voru það líffræðilegar skýringar og síðan er það eitthvað annað,“ segir Kristjana Stella og bætir við að nú þegar stelpum gengur betur en áður komi fram áhyggjur. „Það voru ekki þetta miklar áhyggjur þegar stelpunum gekk ekki eins vel.“

Þá bendir hún á að það séu mun fleiri strákar en stelpur sem þurfi sérkennsluúrræði en það hafi alltaf verið tilfellið. „Mér finnst að við tölum stráka of mikið niður, við setjum þá undir einn hatt og látum eins og þeir séu vandamál.“

Í samtali við Mannlíf segir Kristjana Stella að þróunin sé á þá leið að stúlkur séu að ná betri námsárangri hlutfallslega eins og tölur um fjölda stúlkna sem dúxa bera með sér. Hún bendir einnig á að kyn hafi áhrif á fleiri þætti.

Ítarleg umfjöllun um málið er í nýsta tölublaði Mannlífs og á man.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -