Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Straumar og stefnur í hollustu 2018

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessu holla mataræði er spáð vinsældum.

Hinn svokallaði Miðjarðarhafs„kúr“ var vinsæll á síðasta ári og áhrifa hans mun gæta áfram.

Blóm vinsæl neysluvara
Spekingar spá því að ætileg blóm eins og lofnarblóm og rósir komi sterk inn á árinu, bæði út í drykk og mat og þá ekki einunigs sem eitthvert skraut heldur vegna þeirra góðu áhrifa sem þau eru talin hafa á heilsuna.

Bólgueyðandi áhrif, góð áhrif á háan blóðþrýstingi og á magaverki, allt saman er þetta nefnt sem ástæður þess að slík blóm komi til með að verða vinsæl neysluvara árið 2018.

Falafel, Halloumi og Harissa
Hinn svokallaði Miðjarðarhafs„kúr“ var vinsæll á síðasta ári og áhrifa hans mun gæta áfram. Þannig verður falafel, Halloumi ostur og spennandi krydd eins Harissa og kardimommur, sem eru talin hafa alls konar góð áhrif á heilsuna, meðal annars andoxandi áhrif á líkamann og örvandi áhrif á meltinguna, nokkuð áberandi.

Sveppir í heilsubótarskyni
Þá er búist við að sveppir á borð við svokallaða „chaga“ sveppi, „ljónsmakka“-sveppi (lion‘s mane), „Cordyceps“ sveppi og „reishi“ sveppi, sem yfirleitt eru notaðir í fæðubótarefni eða til að bragðbæta drykki eins og te, kaffi, „smoothies“ og fleira, verði í auknum mæli notaðir í heilsubótarskyni á árinu.

Sveppir sem eru meðal annars taldir hafa bólgueyðandi áhrif á líkamann, ásamt því að vera styrkjandi fyrir ónæmiskerfið.

2017 straumar og stefnur sem lifa áfram

- Auglýsing -

Ofurfæða áfram vinsæl
Læknandi fæðutegundir, sem eiga ekki aðeins að bæta heilsu heldur líka lækna ýmsa kvilla,. verða áfram áberandi árið 2018. Við höfum þegar heyrt mikið talað um bólgueyðandi túrmerik, ónæmisbætandi sveppi, svo sem chaga, og fleiri fæðutegundir munu bætast við á árinu. Mikið er talað um jurtir sem koma jafnvægi á líkamann, draga úr streitu og áhrifum streituhormónins kortisól, auka orku og fleira, allt eftir því hvað líkaminn þarf á að halda, en þetta eru jurtir á borð við ginseng, ashwagandha og lakkrísrót.

Atkins á nýjan leik
Fólk er ennað tala um Atkins-kúrinn, þökk sé Kim Kardashian. Hún hvarf algerlega úr sviðsljósinu eftir að hún eignaðist sitt annað barn og sneri ekki aftur fyrr en hún hafði misst meðgöngukílóin. Hún léttist um 30 kg á 6 mánuðum og sagðist hafa fylgt Atkins-kúrnum, það er prótínríku og kolvetnaskertu mataræði. Í þetta skipti er lögð áhersla á heilsusamlega fitu og prótín í Atkins – ekki bara beikon og rjóma í öll mál.

Heilbrigður meltingarvegur
Meltingarvegur okkar er margslungið fyrirbæri og það á sérstaklega við um þarmana. Þar lifir gríðarlegt magn baktería sem allar hafa sitt hlutverk. Undanfarna áratugi hafa læknar og vísindamenn beint rannsóknum sínum í auknum mæli að þessari þarmaflóru; hvaða áhrif hún hefur á heilsu okkar, hvernig við getum ýtt undir hana eða aukið virkni hennar og svo framvegis.

- Auglýsing -

Texti / Roald Eyvindsson og Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -