Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Funkisstíllinn alltaf heillandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nadia Katrín Banine, löggiltur fasteignasali hjá Landmark fasteignasölu og flugfreyja, er með retróstíl, stílhreinan og hlýlegan og er heilluð af funkisstílnum. Uppáhaldshönnuður hennar er Hans J. Wegner, henni finnst handverk hans vera ævintýralegt.

Hvað heillar þig mest við starfið? „Ég hef alltaf haft gaman af heimilum og hönnun og fór fyrir nokkrum árum á hönnunarbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði. Ég hef líka unnið mikið við sölumennsku og stílfæringu svo þetta var einhvern veginn upplögð leið til að flétta saman þessa tvo þætti. Ég legg mikið upp úr því að aðstoða fólk við það að fá sem mest út úr eigninni sinni, með því að gera hana sem söluvænlegasta. Fermetrar og birta er oftast það sem flestir eru að leita eftir og oft þarf að snúa aðeins við einhverjum hlutum í rýminu, fækka þeim og opna rýmið þannig að það fái að njóta sín sem best.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? „Það er svo misjafnt. Fer mikið eftir því hvernig húsnæðið er, en mér finnst alltaf fallegt að blanda saman nýju og gömlu og vera ekki með of einsleita hönnun. Ljósmyndir, kerti, plöntur og textíll er eitthvað sem mér finnst gegnumgangandi gera heimili hlýleg og persónuleg. Stundum eru heimili, að mínu mati, of stílfærð og ópersónuleg.“

„Ég hef gaman af því að gefa gömlum hlutum líf og leyfa þeim að njóta sín í bland við tímalausa hönnun. Mér finnst líka gaman að eiga fallega list eftir fólk sem ég þekki.“

Getur þú lýst þínum stíl? „Minn stíll er svolítið retró, myndi ég segja. Hann er stílhreinn en líka hlýlegur. Ég hef gaman af því að gefa gömlum hlutum líf og leyfa þeim að njóta sín í bland við tímalausa hönnun. Mér finnst líka gaman að eiga fallega list eftir fólk sem ég þekki.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt? „Já, því er auðsvarað, Zaha Hadid.“

Hver er þinn uppáhaldshönnuður? „Ég er svona laumusmiður í mér og elska fallega smíði. Ég verð að segja Hans J. Wegner. Handverk hans er ævintýralegt.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til? „Ætli það sé ekki Bamsestolen eftir Wegner.“

- Auglýsing -
Málverkið fyrir aftan Nadiu er eftir fjölskylduvin, Sigtrygg Bjarna Baldursson.

Uppáhaldsliturinn þinn? „Hef verið ótrúlega svört síðustu ár, en núna finnst mér fallegur blár og flöskugrænn einstaklega fallegur. Ég er nýbúin að kaupa mér í sjónvarpsstofuna fallega grænan bólstraðan bekk sem ég er svakalega ánægð með.“

Hvar líður þér best? „Heima hjá mér verð ég að segja í svefnherberginu. Það er samt ekki alveg tilbúið, en er ótrúlega skemmtilegt rými. En svona almennt, þá á hestbaki eða á fallegri strönd.“

Er eitthvað sem þú vilt bæta við í garðinn eða í inn á heimilið þegar haustar? „Já, ég er að spá í að verða aðeins grænni heima hjá mér og kaupa meira af fallegum plöntum. Ég var alltaf með heilmikið af plöntum en það hefur eitthvað dalað síðustu árin. Svo má alltaf bæta við fallegum kertum. Ætla að ná mér í einhver kerti hjá henni Írisi vinkonu minni í Veru Design og svo elska ég líka Völuspárkertin.“

- Auglýsing -

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Svo margir fallegir og flottir staðir að það er erfitt að gera upp á milli. Fer svona meira eftir því hvaða stemningu maður sækist eftir. Það er alltaf líf og fjör á Snaps en svo finnst mér Sæta svínið líka mjög skemmtilegur staður. Staðirnir hennar Hrefnu Sætran eru allir mjög smart og maturinn frábær.“

Heillar einhver byggingarstíll þig meira en annar? „Mér finnst funkisstíllinn alltaf svolítið heillandi.“

Að lifa lífinu lifandi er að … vera í núinu, minnka símanotkun, elska fólkið sitt, hlæja, dansa og láta eftir sér það sem mann langar þegar maður hefur tækifæri til þess. Heft of sagt í gamni að ég lifi eftir slagorði Nike og L´oreal; Just do it og Because you´re Worth It.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -