Suðurlandsvegur lokaður vegna Umferðaslyss

Suðurlandsvegur milli Hafravatnsvegs og Rauðhóla hefur verið lokað vegna umferðaslyss. Það liggur ekki fyrir að svo stöddu hve lengi lokunin verður. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Fólki er bent á að taka hjáleiðir, um Suðurstrandarveg, Bláfjallaveginn eða Hafravatnsveginn. Þeir  sem taka Hafravatnsveginn skulu passa að fylgja vegi og alls ekki slóða. Mikið umferðaröngþveiti er á slóða út frá Hafravatnsveginum.

Uppfært: Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er búið að opna fyrir alla umferð á Suðurlandsvegi. „Við biðjum ökumenn að sýna þolinmæði – búast má við töfum og hægri umferð þegar komið er til borgarinnar,“ segir í tilkynningunni.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is