Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Syndsamlega gott sítrónupæ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ilmurinn sem kemur í eldhúsið þegar sítrónur eru notaðar í baksturinn er blátt áfram dásamlegur. Hér er uppskrift að einu vel ilmandi, gómsætu og fallegu sítrónupæi sem upplagt er að skella í.

Franskt sítrónupæ
fyrir 10
180 g hveiti
2 msk. sykur
120 g kalt smjör í bitum
1 eggjarauða
4 msk. ískalt vatn

Setjið hveiti, sykur og smjör í matvinnsluvél og stillið á mesta hraða í 10 sek. athugið að smjörið á að vera frekar gróft eða eins og baunir í hveitinu. Bætið eggjarauðu og vatni út í og hrærið saman í 30 sek. eða þar til deigið er samlagað. Pakkið deiginu í plastfilmu og geymið í kæli í 10-15 mín. Fletjið deigið út og setjið í smurt form, 26 cm, kælið í 20 mín. Hitið ofninn í 180°C. Pikkið í botninn með gaffli og forbakið bökuskelina í 10-15 mín.
Hellið sítrónufyllingunni í bökuskelina, dreifið marensblöndunni yfir og bakið í 20 mín. Kælið.

Sítrónufylling:
börkur og safi úr 3 sítrónum
180 g sykur
40 g kartöflumjöl
1/2-3/4 dl vatn
2 eggjarauður
30 g smjör

Setjið sítrónusafa í mæliglas og bætið vatni út í svo vökvamagnið mælist 450 ml eða 4 ½ dl. Setjið í pott ásamt sykri og hitið að suðu. Hrærið kartöflumjöl og vatn saman, takið pottinn af hellunni og bætið kartöflumjölsblöndunni út í. Setjið pottinn aftur yfir hitann og sjóðið sítrónublönduna þar til hún þykknar. Takið pottinn af hellunni og bætið eggjarauðum og smjöri út í. Hrærið saman þar til blandan er orðin vel samlöguð.

Marens:
3 eggjahvítur
160 g sykur
svolítið salt

Hrærið eggjahvítur þar til þær fara að verða stífar. Bætið sykri út í, einni skeið í einu, og hrærið áfram í 2-3 mín.

- Auglýsing -

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -