Clicky

 

Tæplega milljón farþegar

Fleiri flugu með WOW í júlí í ár heldur en í fyrra.

Alls flugu 409 þúsund flugfarþegar með Wow air í júlí. Þetta er 29% aukning frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hafa tvær milljónir manna flogið með vélum flugfélagsins.

Talsvert fleiri flugu hins vegar með Icelandair í júlí, eða 519 þúsund manns. Þetta er 5% færri farþegar en í júlí í fyrra.

Sætanýting var talsvert betri hjá Wow air en Icelandair í júlí, eða 92% á móti 85% hjá Icelandair.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is