Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Táknrænn skólatöskugrafreitur UNICEF: 3758 skólatöskum stillt upp eins og legsteinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhrifamikil uppstilling UNICEF var afhjúpuð við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York á sunnudag, en þar hafði verið komið fyrir 3.758 skólatöskum svo þær litu út eins og legsteinar. Hver taska táknar eitt barn sem lést á átakasvæðum á síðasta ári.

„Þessar myndir láta engan ósnortinn og sýna svo ekki verður um villst að gera þarf meira til að vernda börnin. Börn eiga aldrei sök á stríði,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Sýningin er skýr skilaboð UNICEF til þjóðarleiðtoga um allan heim sem sækja munu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á næstunni á sama tíma og skólaganga barna um allan heim er að hefjast eða nýhafin.

Sýningin stendur út þriðjudag. Að henni lokinni verður bakpokunum komið áfram til þurfandi barna til að styðja við menntun þeirra.

Tólf þúsund börn drepin eða örkumluð árið 2018

Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um stöðu barna á stríðssvæðum þá létu tólf þúsund börn lífið eða slösuðust alvarlega á átakasvæðum í fyrra. Um er að ræða mesta fjölda frá því að SÞ hófu að fylgjast með og greina frá þessum alvarlegu brotum. Rauntölur eru að líkindum hærri, enda aðeins um staðfest tilfelli að ræða og áætlar UNICEF að börn hafi látist í fjórðungi tilfella.

Leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn um allan heim

- Auglýsing -

UNICEF berst fyrir réttindum allra barna og sinnir bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er hægt að gerast heimsforeldri með mánaðarlegu framlagi að eigin vali, sjá nánar hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -