Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þægileg og skemmtileg útivera

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Keppir í Skotlandi um helgina.

Kolbrún Mist Pálsdóttir féll fyrir frisbígolfi fyrir þremur árum síðan og er núverandi Íslandsmeistari í kvennaflokki. Frisbígolf er spilað svipað og hefðbundið golf, annað hvort 9 eða 18 brautir.

Kolbrún Mist Pálsdóttir er núverandi Íslandsmeistari í frisbígolfi.

Hver braut er ákveðið par frá upphafsteig að körfunni og leikurinn gengur út að að kasta frisbídiskunum í sem fæstum köstum. Fyrsta kasti er kastað frá teig, næst frá þeim stað sem diskurinn lenti og síðan koll af kolli þar til diskurinn endar í körfunni. Þá er haldið á næstu braut. Sá vinnur sem fer völlinn á fæstum köstum. Virkt samfélag stundar frisbígolf á Íslandi og keppnir haldnar reglulega. Frisbígolfvellirnir eru nú orðnir 46 talsins og er að finna um land allt

„Flestir landsmenn ættu því að geta prufað frisbígolf. Ég mæli hiklaust með því fyrir alla, alveg frá 6 ára og upp úr,“ segir Kolbrún Mist. „Það sem er svo skemmtilegt er að líkamlegur styrkur stjórnar ekki bara kastlengdinni heldur kasttæknin. Það eina sem byrjendur þurfa er sett með þremur diskum og þá er hægt að fara á hvaða völl sem er og prófa. Þetta er voðalega þægileg útivera til að stunda með vinunum; gaman að spjalla og kasta diskum saman. Svo er alltaf skemmtilegt að sjá diskana svífa og sveigja eftir vel lukkað kast.

Fyrir þá sem langar að verða fagmenn í faginu er sniðugt að fara á byrjendamótin í Fossvogi á fimmtudagskvöldum sem byrja í maí en það er frábær staður til að taka sín fyrstu köst. Svo er bara að mæta á mót og spila, því eins og í öllu öðru þá skapar æfingin meistarann,“ segir Kolbrún Mist.

Kolbrún er nú stödd í Dunbar í Skotlandi með tíu öðrum Íslendingum á frisbígolfmóti sem fram fer um helgina.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -