Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Þessar þjóðir voru með og á móti tillögu Íslands í Mannréttindaráðinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í morgun tillögu Íslands um stöðu mannréttindamála á Filipseyjum. Filipseyingar eru allt annað en sáttir við niðurstöðuna.

Með samþykktinni lýsir Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af stöðu mála á Filipseyjum og hvetur stjórnvöld þar í landi til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga. Þá er biðlað til stjórnvalda á Filipseyjum um að sýna skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna og öðrum stofnunum SÞ samstarfsvilja.

Þúsundir óbreyttra borgara hafa verið teknir af lífi, margir hverjir án dóms og laga, eftir að Rodrigo Duterte var kjörinn forseti. Stríð gegn fíkniefnum voru eitt hans helsta kosningamál en aðferðir hans hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum um allan heim. Hafa borist fregnir af dauðasveitum sem ganga húsa á milli og taka fólk af lífi, gildir þá einu hvort um ræðir fíkniefnasala eða veika fíkla.

Stjórnvöld á Filipseyjum hafa brugðist ókvæða við tillögu Íslands og sagði utanríkisráðherrann að Ísland og þau ríki sem fylktu sér að baki tillögunni væru með þessu að ganga í lið með eiturlyfjasölum. Gagnrýnin hélt áfram að lokinni atkvæðagreiðslunni og sakaði fulltrúi Filipseyja í ráðinu þær þjóðir sem studdu tillöguna um hræsni og sagði að þessu myndi fylgja afleiðingar. Að sama skapi hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fagnað samþykkt tillögunnar. Ástand mannréttindamála á Filipseyjum fari stigversnandi og full ástæða sé til að grípa í taumana.

Tillagan var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 14 en 15 ríki sátu hjá. Auk Íslands studdu eftirfarandi þjóðir tillöguna: Argentína, Ástralía, Austurríki, Bahamas, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Króatía, Fiji, Ítalía, Mexíkó, Perú, Slóvakía, Spánn, Tékkland, Úkraína og Úrúgvæ.

Þau ríki sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru: Angóla, Barein, Kamerún, Katar, Kína, Kúba, Egyptaland, Erítrea, Ungverjaland, Indland, Írak, Filipseyjar, Sádí Arabía og Sómalía.

Þessi ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna: Afganistan, Bangladess, Brasilía, Búrkína Fasó, Chile, lýðveldið Kongó, Japan, Nepal, Nígería, Pakistan, Rúanda, Senegal, Suður Afríka, Tógó og Túnis.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -