Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Þessi velgengni er auðvitað frábær“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Handritshöfundar kvikmyndarinnar Kona fer í stríð heiðraðir á sérstakri hátíðarsýningu í París.

Íslenska kvikmyndin Kona fer í stríð hlaut eins og kunnugt er SACD-verðlaunin, verðlaun Sambands franskra handritshöfunda, á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. Í tilefni af því hafa franskir handritshöfundar blásið til sérstakrar heiðurssýningar á kvikmyndinni í París í Frakklandi. Mannlíf náði tali af Ólafi Egilssyni sem var í miðjum klíðum að finna sparijakkafötin fyrir yfirvofandi Frakklandsferð.

„Við Benedikt Erlingsson vorum boðaðir til þess að vera viðstaddir sýningu á myndinni,“ útskýrir Ólafur, en þeir félagar skrifuðu handritið að henni í samvinnu eftir hugmynd Benedikts, sem leikstýrir einnig myndinni.

Kona fer í stríð fjallar um Höllu, kórstýru á fimmtugsaldri, sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu. Myndin hefur hlotið bæði góða aðsókn hérlendis og lofsamlega dóma, meðal annars í virtum kvikmyndatímaritum á borð við Screen International sem setti hana á lista yfir 20 áhugaverðustu kvikmyndirnar á Cannes þar sem hún hlaut fyrrnefnd verðalaun. Ólafur segir að í kjölfar hátíðarsýningarinnar í París standi til að frumsýna kvikmyndina víðsvegar um heim.

„Dreifingaraðilar hafa slegist um myndina og hún er uppseld skilst mér, á heimsvísu, sem er einstakt.“

„Dreifingaraðilar hafa slegist um myndina og hún er uppseld skilst mér, á heimsvísu, sem er einstakt,“ segir hann og er auðheyrilega í skýjunum með góðar viðtökur. „Þessi velgengni Konu fer í stríð er auðvitað algjörlega frábær, ekki bara í sjálfu sér heldur líka vegna umfjöllunarefnis myndarinnar,“ bendir hann á. „Því þetta er hugvekja um umhverfisvernd sem á erindi við allan heiminn.“

Spurður hvort þeir Benedikt séu með fleiri verkefni á teikniborðinu gefur Ólafur ekkert út á það en segist vera með mörg járn í eldinum. „Í augnablikinu er ég að klára voræfingar á einleiknum „Allt sem er frábært“ sem Valur Freyr Einarsson leikur og verður frumsýndur á litla sviðinu næsta haust og svo er ég að undirbúa aðra sýningu á litla sviðinu, Tvískinnung, eftir Jón Magnús Arnarsson, rappara og „slam“-ljóðskáld sem fer líka upp í Borgarleikhúsinu næsta vetur.“

Aðallega segist hann þó vera að gera upp hús með öllu sem því fylgir og að reyna að grafa upp jakkafötin til þess að pakka fyrir fyrirhugaða ferð til Frakklands  „Það er eins gott að finna þennan blessaða kassa með sparifötunum. Ætli þau verði ekki viðruð dálítið hér og hvar um heiminn á næstunni, svona miðað við hvernig planið lítur út,“ segir hann glaður og hlær.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -