Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Þingkona Sjálfstæðisflokksins æst í að einkavæða Íslandspóst: „Þó fyrr hefði verið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mikið er ég sammála og þó fyrr hefði verið segi ég nú bara,” skrifar Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, á Facebook. Hún tekur hér undir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, sem vill selja Íslandspóst sem fyrst. 

„Ég skil ekki af hverju ríkið á flutningafyrirtæki,” skrifar Bryndís og bætir við: „En það er það sem Íslandspóstur raunverulega er.” Alþingi veitti félaginu lán í september 2018 til að bregðast við greiðsluvanda. Alls 500 milljónir króna á 6,2% vöxtum til eins árs. Uppsafnað tap Íslandspóst milli 2013-2018 er 246 milljónir króna samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda á rekstri Íslandspósts ohf. 

„Ég átta mig á því að það er ekki virk samkeppni í öllum þeim þjónustuþáttum sem Íslandspóstur veitir og auðvitað þurfum við að tryggja dreifingu um land allt.” skrifar Bryndís. Fjárhagsvandi Íslandspósts ohf. stafar meðal annars af því að dreifing pakkasendinga frá útlöndum hefur reynst félaginu kostnaðarsöm. Þá hefur samdráttur í bréfsendingum ekki fengist að fullu bættur með hækkun á gjaldskrá. Heildarfjárfestingar félagsins á árinu 2018 voru of miklar miðað við greiðslugetu þess.

„Það er hægt að gera með útboði þar sem einkaaðilar geta leitað hagkvæmustu og bestu leiðanna til að veita góða þjónustu á þess sviði,” bætir Bryndís við að lokum.

Bjarni vill selja Íslandspóst sem fyrst

„Þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, m.a. í viðtali við Fréttablaðið. „Hins vegar held ég að það hafi ekki verið aðstæður til þess undanfarin misseri eða ár að hefja undirbúning að slíkri sölu vegna þess hvernig reksturinn hefur gengið.”

- Auglýsing -

„Okkur er það ljóst núna að til dæmis alþjónustukvöðin sem hvílt hefur á fyrirtækinu hefur ekki verið nógu vel fjármögnuð sem birtist meðal annars í nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar,“ sagði Bjarni. Ríkisendurskoðandi telur að félagið megi ganga lengra í hagræðingu í starfsemi sinni. Þá megi sameina betur dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli í stað þess að reka þar tvöfalt dreifikerfi

Aðstoðarkona Bjarna sat í stjórn Íslandspósts

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sat í stjórn Íslandspósts frá 2014 þar til nú í vor og var lengst af varaformaður stjórnar. Þrátt fyrir það kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar að fjármálaráðuneytið hafi ítrekað kallað eftir greiningum og upplýsingum um málefni Íslandspósts án þess að greiningarvinnan skilaði sér til ráðuneytisins.

- Auglýsing -

Stjórnendur Íslandspóst tregir til að veita Ríkisendurskoðun svör

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á í grein sem hún birti í Morgunblaðinu á dögunum að stjórn Íslandspósts hafi dregið að veita Ríkisendurskoðun svör við fyrirspurnum og beinlínis óskað eftir því að Ríkisendurskoðun haldi upplýsingum frá Alþingi.

„Skýrsla rík­is­end­ur­skoðunar er væg­ast sagt svört og því má velta fyr­ir sér hvort fé­lagið sé heppi­legt til samn­inga­gerðar við ríkið,“ skrifar Helga Vala. „Öllum var kunn­ugt um bága fjár­hags­stöðu fé­lags­ins enda hafði Alþingi samþykkt að lána hinu ógreiðslu­færa op­in­bera hluta­fé­lagi 1.500 millj­ón­ir króna á fjár­lög­um þessa árs til að fé­lagið gæti sinnt sinni grunn­skyldu, að koma bréf­um og böggl­um milli húsa.

Alþingi var hins veg­ar ekki kunn­ugt um hvernig á því stóð að fé­lagið stóð svona illa né var það upp­lýst um hver aðdrag­andi þess var utan ein­staka skýr­ing­ar stjórn­enda. Þá var einnig óljóst hver bar ábyrgð, hvað stjórn fé­lags­ins vissi um ástandið og hvað ráðuneyt­in tvö sem með mál­efni fé­lags­ins fara, fjár­málaráðuneytið og sam­gönguráðuneytið vissu um stöðu fé­lags­ins,“ skrifaði hún meðal annars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -