Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Þingmaður varð fyrir aðkasti í Hagkaup

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Aldrei áður hafði ég staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum. Svona leit hann þá út, reiði maðurinn í athugasemdakerfunum.“

Þetta segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem varð fyrir aðkasti í Hagkaup í Garðabæ í fyrrakvöld. Þingmaðurinn lýsir atvikinu á Facebook-síðu sinni. Hefst frásögn hans á lýsingu á þeim sem veittist að honum. Sá hafi verið í fallegum ullarjakka, með vandaðan gráan trefil vafinn um hálsinn, í hvítum jogging-buxum og með hannaða hárklippingu.

„Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður – þeir gangast upp í að vera vonda fólkið og eru fullir af pólitískum rangtrúnaði, en eru ekki slæmir náungar í rauninni. Held ég. Að minnsta kosti yfirleitt í góðu skapi – held ég.“

Segist Guðmundur Andri hafa verið nýstiginn inn í verslunina þegar hann heyrir kallað „Samfylkingardrulla“. Honum hafi brugðið við þessi hóp og hans fyrstu viðbrögð voru að horfa strangur á hóp saklausra unglinga. Hann hélt hins vegar för sinni um verslunina áfram þar til hann heyrir aftur ókvæðisorð. Þá hafi hann komið auga á umræddan mann.

„„Ertu að tala við mig?“ spurði ég og þá kom ný gusa um það hvílíkur lygari ég væri og viðbjóður, ég vildi flytja inn í landið barnaníðinga frá Svíþjóð, hvort ég vissi ekki hvernig ástandið væri í Svíþjóð. Hann titraði af reiði. Hann var svo hræddur við alla múslimana sem hingað væru á leiðinni frá Svíþjóð og reiður mér fyrir að standa fyrir þessum innflutningi.“

Segist Guðmundur Andri ekki hafa lagt í að spyrja manninn hvað honum fyndist um 3. orkupakkann en bað manninn um að hætta að áreita sig. Að öðrum kosti myndi hann kalla á öryggisvörð.

„Það var einhver óhugur í mér. Aldrei áður hafði ég staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum. Svona leit hann þá út, reiði maðurinn í athugasemdakerfunum. Kannski var þetta veikur maður en það sem vall upp úr honum var sami reiðilesturinn og við getum daglega séð á netmiðlum og heyrt skötuhjúin á útvarpi Sögu draga upp úr viðmælendum sínum til að eitra hugi vesalings gamla fólksins sem hefur ekki lengur Sagnaslóð í útvarpinu að hlusta á.“

- Auglýsing -

Að lokum segir þingmaðurinn:

„Það er ábyrgðarhluti að næra reiði af þessu tagi eins og maður sér stundum stjórnmálamenn gera á kaldrifjaðan hátt til að valdefla sig. Það er hættulegt. Þetta er vissulega sálsýkisþrugl en sett saman úr einföldum staðhæfingum sem beinast að djúprættum kenndum í okkur, ótta og reiði og vanþekkingu í jöfnum hlutföllum og löngun til að finna reiðikróka til að hengja vanlíðan okkar á.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -