Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Þjófóttur mávur, ævintýragjarnar endur og strokukindur meðal útkalla lögreglunnar á Suðurnesjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjófóttur mávur, strokukindur og ævintýraþyrstar endur eru dæmi um útköll sem lögreglan á Suðurnesjum hefur mátt sinna í sumar. „Ég fór bara að pæla hvort að örkin hans Nóa væri á leiðinni,” segir Sigvaldi Arnar Lárusson aðalvarðstjóri en hann var á vakt í fyrradag þegar lýst var eftir bæði öndum og kindum á flótta.

 

Fólk sem var að viðra hundana sína í Reykjanesbæ nú fyrir stundu gengu fram á Uglu sem var föst í girðingu og er hún…

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Sunnudagur, 1. nóvember 2015

Vissulega er það ekki daglegt brauð að lögregla hafi afskipti af dýrum sem valda usla, lenda í vanda eða sækja á vit ævintýranna. Það kemur þó regluelga fyrir. Tvisvar hefur ugla komið við sögu á vakt lögreglunnar á Suðurnesjum. Í nóvember 2015 rakst fólk, sem var að viðra hundana sína, á uglu sem var föst í girðingu. Uglan var mikið særð á væng og fór Sigvaldi með hana til dýralæknis í Reykjavík. „Svo var önnur sem náði að fljúga ofan í rör og föst ofan í röri. Við náðum að bjarga henni líka.”

Kettlingar fundust í ruslaskýli

Nú leitum við aðstoðar…..Þetta er það sem beið mín er ég kom heim af dagvaktinni. Einhver hafði ekki pláss fyrir…

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Miðvikudagur, 18. nóvember 2015

„Svo var köttur sem fæddi kettlinga í garðinum heima hjá mér,” segir Sigvaldi. Hann var að koma af dagvakt þegar hann fann þrjá kettlinga í ruslaskýli. Engin læða var sjáanleg. Hann tók málið í sínar hendur og auglýsti eftir læðu sem gæti tekið þá í fóstur. Tilkynning bar árangur og komust kettlingarnir á fósturheimili stuttu síðar. Sigvaldi segir svona útköll skemmtileg. „Það er alltaf gaman að eiga við dýrin.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Ær, lamb og tvær endur eftirlýst á Suðurnesjum

Innbrotsþjófar reyndust vera hestar

„Við vissum ekki hvað við vorum að fara út í, vorum búnir að draga upp kilfur,“ segir Sigvaldi þegar hann rifjar upp skemmtilegt atvik með hestum sem voru geymdir rétt fyrir utan Keflavík. „Það var fólk sem vaknaði við einhvern umgang í garðinum,” segir hann og bætir við að heimilisfólkið hafi talið að um þjófa væri að ræða. „Þau þorðu ekki að kíkja út.” Hann mætti ásamt fylgdarliði á svæðið, viðbúinn átökum. „Svo voru þetta bara tvö hross.” Hann segist varla hafa getað hætt að hlæja. „Þeir komu bara röltandi, gerðu sér bæjarferð.”

- Auglýsing -

Glæpamávurinn gengur enn laus

Varúð! Glæpamávur á ferð.Lögreglumenn í almennu eftirliti í gærkvöldi veittu athygli mávs sem flaug fyrir ofan…

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Mánudagur, 6. maí 2019

Sunnudaginn 5. maí síðast liðinn veittu Lögreglumenn í almennu eftirliti máv athygli . „Í fyrstu fannst þeim eins og að mávurinn væri með dýr í gogginum en þegar betur var að gáð sáu þeir að um veski var að ræða,“ segir í Facebook færslu lögreglunnar. Þá tókst þeim að endurheimta veskið og komu því í réttar hendur. „Við höfum ekki fundið hann ennþá,“ segir Sigvaldi að lokum.

Í kjölfar atviksins setti Mannlíf sig í samband við Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðing og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann sagði að þrátt fyrir að mávurinn væri nú eftirlýstur af lögreglu fyrir þjófnað ættu íbúar svæðisins ekki að þurfa að óttast holskeflu mávaþjófa.

„Það er sagt um hrafna að þeir geti verið þjófóttir og tekið allskonar hluti sem glitra og eru áhugaverðir. Mávarnir eru fyrst og fremst að taka það sem er ætilegt,“ sagði Gunnar, aðspurður hvort algengt sé að mávar stundi vasaþjófnað.

„Það fer nú kannski ekki það orð af mávum að þeir séu þjófóttir eins og til dæmis hrafnar. Þeir eru fyrst og fremst að ná sér í eitthvað að éta. Þeir geta fyrir misskilning tekið eitthvað sem þeir telja að sé ætilegt en er það ekki. Um leið og þeir uppgötva það þá missa þeir áhugann. Ég veit ekki til þess að mávar séu

Steikur hverfa af grillum

Gunnar segir nokkur dæmi þess að mávar steli mat af grillum hjá fólki. „Þetta eru fyrst og fremst hettumávar og sílamávar sem ganga svona hart fram. Þetta eru þeir mávar sem lifa í hvað mestu nábýli við manninn. Aðrar mávategundr þær yfirleitt treysta sér ekki mjög nærri mannfólkinu. Sílamávurinn hefur verið skrifað svolítið um og þá að menn hafa lent í að missa steikur af grillinu. Það er bagalegt. Þeir hafa verið að kippa af grillum hjá fólki. Ég held að fæst af því sem er tekið sé gríðarlega verðmætt. Nema þá að þeir hafi tekið rosalega dýra steik einhvern tímann,“ segir Gunnar.

„Hataðist fugl landsins“ má varla við verri ímynd

Gunnar rannsakaði mávinn í nokkur ár og skrifaði doktorsverkefni um fuglinn. Hann segir líklega sé engin tegund jafn hötuð á Íslandi. „Ég tók mitt doktorspróf í sílamávinum. Ég eyddi gríðarlegum tíma í að rannsaka þá. Mörgum árum. Ég fann nú bara mjög fljótt fyrir því að hann átti bara enga bandamenn. Hrafninn er fugl sem menn hafa ýmsar skoðanir á. Það var samt alveg greinilegt að menn voru alltaf eitthvað til í að tala vel um hrafninn. Það var til fólk sem var hans bandamenn. Svo eru til þjóðsögur og eitthvað svona. Sílamávurinn átti bara engan bandamann. Ég hefði getað fullyrt á þeim tíma sem ég var að byrja 2004 þá hafi þetta verið hataðasti fugl landsins.“ Gunnar bendir á að fyrir nokkrum árum hafi sílamáv fjölgað mjög í Reykjavík vegna fæðuskorts. Þá hafi verið gengið hart fram í aðgerðum gegn honum. Meðal annars hafi verið eitrað fyrir honum og hann skotinn á tjörninni. Um það leiti hafi einhverjum blöskrað og fuglinn eignast bandamenn sem þótti of langt gengið.

það sem við köllum á mannamáli stríðnir. Þeir eru ekki að grípa hluti og færa þá til eins og maður hefur séð með til dæmis krumma.“

Vorboðinn hrjúfi

Gunnar telur fuglinn afar merkilegan. „Þetta er alveg stórmerkilegur fugl. Hann dvelur aðallega við spánar, Portúgal og Norð-Austur Afríku. Þetta er langflugs farfugl. Hann er eini mávurinn okkar sem flýgur svona langa vegalengdir milli varp og vetrarstöðva. Hann er fyrsti farfuglinn til að koma til landsins á vorin. Hann raunverulega er hinn eiginlegi vorboði. Hann kemur venjulega í lok febrúar. Meðal fuglaáhugamanna heitir hann vorboðinn hrjúfi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -