Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Þórdís Elva gagnrýnir fjölmiðla: „Þú færð ekki að endurskrifa mína sögu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, fyrirlesari, rithöfundur og aktivisti, er búsett í Stokkhólmi í Svíþjóð.

 

Á Instagram birtir hún reglulega skrif sem jafnan vekja mikla athygli. Fyrr í vikunni skrifaði hún færslu þar sem hún ámælir þá fjölmiðla sem vísa ítrekað til hennar sem fórnarlambs þegar skrifað er um hana.

„Ég heiti Þórdís Elva og ég er ekki það sem kom fyrir mig,” skrifar hún í upphafi. „Blaðamenn, takið ykkur tak og hættið að draga þá einstaklinga, sem af hugrekki segja sögu sína, niður með því að tilgreina þá sem fórnarlömb.

Hættið að skrifa Þórdís Elva komma fórnarlamb nauðgunar, eins og það sé starfsheiti mitt. Með því að einskorða einstaklinga við ofbeldið sem þeir hafa þolað, er gerendum þeirra gefið vald til að skilgreina tilveru þeirra.”

Þórdís Elva tiltekur sérstaklega blaðamann Sunday Times sem lagðist svo lágt að sleppa því að nafngreina hana og vísaði til hennar sem „nauðgunarfórnarlambs sem deildi sögu sinni ásamt nauðgara hennar árið 2017.”

„Þegar þú gerir einhvern að nafnlausu fórnarlambi, skilgreindan af verstu lífsreynslu hans, þá tekur þú valdið af þeim sem þú átt að þjóna. Þú þaggar niður í þeim sem þú átt að gefa rödd. Þú ýtir þeim, sem sigruðust á skömminni, aftur undir nafnleynd.

- Auglýsing -

Ég er Þórdís Elva.
Ég er ekki ofbeldið sem ég mátti þola.
Ég er hugrekkið sem ég hef veitt innblástur.
Gleðin sem ég hef deilt,
Vonin sem ég hef kveikt.
Þú færð ekki að endurskrifa mína sögu.
Þú færð ekki að deyfa ljós mitt.
Þú færð ekki að takmarka tilveru mína.
En það sem er mikilvægast, þú færð aldrei að halda mér, eða breytingunni sem ég stend fyrir, niðri.
Félagar sem lifðu af og vinir, berum höfuðið hátt og vitum að:
Við munum skrifa söguna.
Í okkar nafni.

View this post on Instagram

My name is Thordis Elva and I'm not what happened to me.🔥 Fellow journalists, get a fucking grip and stop reducing people, who bravely share their stories, down to their victimhood. Stop writing "Thordis Elva comma rape victim" as if that's my fucking profession. By limiting survivors to the abuse they endured, you're giving their abusers the power to define their entire existence. Fuck that. 🔥 And fuck you in particular, Sunday Times writer who went as far as to strip me of my name and refer to me simply as the "rape victim who shared her story along with her rapist in 2017". When you turn someone into a nameless casualty, defined by the worst experience of their life, you disempower the very people you have a duty to serve. You're silencing those who you should be giving voice to. You're pushing those, who conquered their shame, back into anonymity. For fuck's sake, fuck that.🔥 I'm Thordis Elva. I'm not the violence I was subjected to. I am the courage I've inspired, The joy I've spread, The hope I've sparked. You do not get to rewrite my story. You do not get to dim my light. You do not get to limit the immensity of my being. But most importantly, you will never hold me, or the change that I stand for, back. Fellow survivors and allies, stand tall and know this: We will be the ones writing history. In our name. 🔥 #notyourJaneDoe #saymyname #forfuckssake #foulmouthedwife #representation #metoo #southofforgiveness

A post shared by Thordis Elva (@thordiselva) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -