Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Gáttuð yfir samanburði Íslands og Evrópu á lagalegum réttindum hinsegin fólks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það hefði þurft að segja mér það tvisvar og þrisvar að við Íslendingar værum ekki í fararbroddi á regnbogalista ILGA,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í umræðum um störf þingsins fyrr í dag. Þar vitnaði hún til þess að Ísland telst í 18. sæti Evrópuríkja þegar kemur að jafnrétti hinsegin fólks.

„Við erum í 18. sæti, sætinu á undan Ungverjum” sagði Þorgerður og bætti við„ Þess vegna vil ég hvetja okkur öll, ríkisstjórnina og alla sem hér eru inni, til að koma okkur Íslendingum í fararbrodd þegar kemur að réttindum hinsegin fólks.”

Þorgerður fagnaði niðurstöðu Borgarstjórnar um varanlegan regnboga í Reykjavík. Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans var samþykkt í gær. Þá minnti hún á að enn væri langt í land. „Líkamsárásir, hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn.”

Árlega birta Evrópusamtökin ILGA-Europe Regnbogakort Evrópu. ​​Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu. Ísland er iðulega neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland.

Það sem dregur Ísland helst niður er skortur á víðtækri jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá er ekki búið að banna ónauðsynleg inngrip í líkama intersex barna og líkamleg friðhelgi þeirra er því ekki tryggð. Þá komu málefni hinsegin hælisleitanda og lög gegn hatursorðræðu og haturshlæpum afar illa út fyrir Ísland.

Samkvæmt nýjustu tölum regnbogalista ILGA Europe eru réttindi samkynja para í fjölskyldumálum lengst á veg komin á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -