Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Þriðja þingfundarnótt Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans og engin merki um uppgjöf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þriðji orkupakkinn hélt Miðflokknum í þingsal í alla nótt. Þetta er þriðja nóttin í röð þar sem þingfundur lengist vegna málþófs Miðflokksins.

Miðflokkurinn hefur lýst því yfir að  umræðan sé að þeirra mati rétt „að komast almennilega á skrið.“ Í gærmorgun birti þingflokkurinn mynd af hópnum skömmu eftir að þingfundi lauk, klukkan 5.40, með þessari lýsingu. Miðflokkurinn hefur ekki sýnt nein merki um uppgjöf í málinu. Þá virðist stefna flokksins vera að stöðva samþykkt þriðja orkupakkans alfarið og því ólíklegt að finna megi málamiðlun milli Miðflokksins og stjórnarflokka.

Þingfundur hófst í gær klukkan 13.30 og stendur enn þega fréttin er birt nú klukkan sjö að morgni. Umræðan hefur hverfst um þriðja orkupakkann fyrir utan hefðbundna umræðu undir liðnum störf þingsins, skipan stjórnarar Náttúruhamfaratrygginga Íslands og útbýtingu þingskjala.

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er þingfrestun áætluð 5. júní næstkomandi. Eftir því sem nær dregur þeim degi eykst þrýstingur á að klára mál sem fyrir liggja. Í því umhverfi geta flokkar minnihlutans tekið sé stöðu með því að tefja störf þingsins verulega á meðan samið er um afgreiðslu mála á fundum þingflokksformanna. Stöðutakan getur aukið vald stjórnarandstöðunnar.

Samskonar taktík en ríkisstjórnarflokkum í hag er þegar stjórnarmeirihlutinn sveltir þingið stórum og mikilvægum frumvörpum í upphafi þings og fram eftir en dælir svo miklum fjölda verkefna á þingið rétt fyrir lok þess. Þannig skapast tímaþröng og verkefnafjall sem minnkar um leið yfirlestur og dregur úr getu stjórnarandstöðunnar og óbreyttra þingmanna til að grandskoða mál.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -