Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Þungunarrof verður refsiverður glæpur í Alabama

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öldungardeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem gerir þungunarrofsaðgerðir að refsiverðum glæp. Verði lögin samþykkt gætu læknar sem framkvæma þungunarrof átt möguleika á lífstíðardóm. CNN greinir frá.

Þingmenn Repúblikana í Alabama standa á bak við frumvarpið og hafa þrýst á lagasetninguna í von um að kollvarpa Roe v. Wade dómnum. Roe v. Wade var tímamótamál í bandarískri réttarsögu en dómurinn heimilaði þungunarrof árið 1973. Atkvæðagreiðsla fór fram í gærkvöldi og kusu 25 af 31 frumvarpinu í vil. Lögunum fylgir ein undantekning en konum yrði heimilt að enda þungun ef áframhaldandi meðganga myndi stefna heilsu þeirra í hættu. Eins og áður segir gæti læknum verið refsað með 99 ára fangelsisvist. Konunum yrði ekki refsað.

Demókratar börðust fyrir breytingartillögu þar sem fórnarlömbum nauðgunar og sifjaspells yrðu veitt undantekning á löggjöfinni. Þeirri tillögu var hafnað í atkvæðagreiðslu 11-21. Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, fær sex daga frest til að samþykkja lagasetninguna. Hún tekur gildi sex mánuðum eftir samþykki. Ivey hefur ekki tjáð sig opinberlega um frumvarpið en hefur áður sett sig á móti þungunarrofum.

Brian Kemp, Ríkisstjóri Georgíu, samþykkti nýverið löggjöf um þungunarrof í fylkinu. Þá er konum ekki heimilt að enda meðgöngu eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Hjartsláttur er greinanlegur á sjöttu viku meðgöngu.

Frumvarp um þungunarrof á 22 viku var samþykkt síðast liðinn mánudag hjá íslenska þinginu. Hér heima var frumvarpi um þungunarrof gert konum kleift að enda meðgöngu til og með 22. viku. Sé frumvarpið í Alabama sett í samhengi við íslenska frumvarpið felst grundvallarmunur á milli þeirra. Á Íslandi var áhersla lögð á rétt kvenna til sjálfsákvörðunar um eigin líkama. í Alabama er markmiðið þveröfugt.

Eins og á Íslandi er málið afar umdeilt. Vivian Figures, öldungardeildarþingmaður Demókrata, hefur harðlega gagnrýnt frumvarpið. „Þú þarft ekki að ala upp barnið, þú þarft ekki að ganga með barnið, þú þarft ekki að gera neitt fyrir barnið.“ sagði Figures sem beindi athugasemdum sínum að Clyde Chambliss, öldunardeildarþingmanni Repúblikana, sem styður frumvarpið. „En samt viltu taka þessa ákvörðun fyrir þessa konu, að þetta þurfi hún bara að gera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -