Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna fyrir viðtal við ekkju plastbarkaþegans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnheiður Linnet, blaðakona Mannlífs, er tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna fyrir viðtal ársins vegna viðtals hennar við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans, Andemariam Beyene.

Ragnheiður Linnet.

Í viðtalinu segir Merhawit frá aðdraganda ígræðslunnar og hvernig líf fjölskyldunnar umturnaðist eftir plastbarkamálið svokallaða sem er eitt af helstu hneykslismálum í læknavísindum síðustu áratugi.

Ragnheiður fylgdi málinu eftir og fjallaði síðar um það að Merhawit fær ekki greiddar bætur vegna málsins. „Þetta er mér næstum ofviða ofan á allt sem hefur gengið á. Ef Andemariam hefði farist í bílslysi, hefði allt verið mun auðveldara. Þá hefðu hlutirnir legið fyrir, en þetta mál hefur elt mig í fimm ár og ætlar engan enda að taka. Ég get ekki lýst því hvað ég er vonsvikin,“ sagði Merhawit.

Hér er hægt að lesa viðtalið í heild sinni: Ekkja plastbarkaþegans rýfur þögnina

Sjá einnig: Ekkja plastbarkaþegans fær ekki greiddar bætur

Sjá einnig: Plastbarkamálið: Paolo Macchiarini, snillingur sem sveifst einskis

Á vef Blaðamannafélags Íslands má skoða allar tilnefningar til blaðamannaverðlauna fyrir árið 2018. Þrír eru tilnefndir í hverjum flokki verðlaunanna.

- Auglýsing -

Mynd / Árni Torfason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -