Tóku víkingaklappið á Ryder-bikarnum

Stemmningin var mikil á Ryder-bikarnum í Frakklandi.

Áhorfendur á Ryder-bikarnum í Frakklandi tóku víkingaklappið svokallaða. Golfmótið var haldið um helgina þar sem 12 bestu leikmenn Evrópu og 12 bestu leikmanna Bandaríkjanna kepptu um Ryder-bikarinn. Stemmningin var greinilega mikil á mótinu ef marka má myndbandið sem birtist á vef Daily Mail en þar má sjá áhorfendur taka víkingaklappið í fagnaðarlátum.

Meðfylgjandi er myndbandið sem birtist á vef Daily Mail.

Þess má geta að þetta er í 42 sinn sem Ryder-bikarinn fer fram og evrópska liðið hreppti bikarinn.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is