Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Ungar stelpur í dag eru svo fáránlega mikið með þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Knútsdóttir rithöfundur sendi nýlega frá sér bókina Ljónið sem er sú fyrsta nýjum þríleik. Bókin er unglingabók en Hildur vonar að fullorðnir tengi við hana líka.

Hildur Knútsdóttir sækir efnivið bókarinnar Ljónið meðal annars í eigin menntaskólaár. Mynd / Aðsend.

„Í stuttu máli fjallar bókin um hina sextán ára gömlu Kríu sem er nýflutt til Reykjavíkur og byrjuð í MR. Hún kynnist Elísabetu og þær verða vinkonur. Saman komast þær að dularfullu hvarfi ömmusystur Elísabetar árið 1938 og ákveða að reyna að komast til botns í ráðgátunni um hvað kom fyrir hana. En svo fjallar bókin líka um menntaskólalífið og hvernig það er að vera unglingsstúlka – með öllu því góða og slæma sem því fylgir,“ segir Hildur og játar þegar hún er spurð hvort bókin sé femínísk. „Ég veit ekki hvernig það væri hægt að skrifa bók um unglingsstúlkur í Reykjavík árið 2018 sem væri ekki feminísk. Ungar stelpur í dag eru svo fáránlega mikið með þetta og svo flottir femínistar að stundum tárast ég bara yfir því. Og stelpurnar í Ljóninu eru allavega meðvitaðar um feðraveldið, nauðgunarmenningu og drusluskömmun, og að hlutskipti þeirra sé annað en stráka. Þær eru til dæmis að stíga fyrstu skrefin í skemmtanalífinu og velta fyrir sér hvort það sé óhætt að labba einar heim að kvöldlagi. Því það er alltaf þessi ógn sem vakir yfir: Það gæti einhver nauðgað þér. Allar unglingsstelpur sem ég þekki og hef þekkt eru mjög meðvitaðar um það. Enda rignir yfir þær skilaboðunum um hvernig þær eiga og eiga ekki að haga sér til að minnka hættuna á því að verða nauðgað. Og það skerðir frelsi þeirra.“

Ljónið er fyrsta bókin í nýjum þríleik eftir Hildi Knútsdóttur.

Útgáfa á tékknesku og sjónvarpsþáttaskrif
Hildur er nýlent eftir útgáfulæti í Prag, þar sem Vetrarfrí og Vetrarhörkur voru að koma út á tékknesku. Hún safnar nú kröftum til að halda áfram að endurskrifa sjónvarpsþætti upp úr bókunum fyrir framleiðslufyrirtækið RVK Studios. Að auki er hún á leiðinni til Frakklands á bókmenntahátíð og undirbýr sig fyrir jólabókaflóðið. „Og svo ætla ég að halda áfram að skrifa framhaldið af Ljóninu. Ég er um það bil hálfnuð með fyrsta uppkastið og er að vona að ég nái að klára hana fyrir næstu jól.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -