Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Út fyrir þægindarammann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem kitluðu hláturtaugar landsmanna með sketsaþættinum Þær Tvær um árið, eru með splunkunýja gamanseríu í smíðum.

Sjónvarp Símans kemur að nýju þáttunum sem þær Vala Kristín og Júlíana eru að vinna að ásamt Fannari Sveinssyni.

„Þetta er sex þátta sería, framhaldsþættir, með gamansömum tón,“ lýsir Júlíana, en að hennar sögn fjalla þeir um ungar konur sem hafa verið vinkonur frá því í leiklistarskóla. „Önnur er orðin húsmóðir sem er gift delluóðum manni og löngu búin að gefa upp von um líf í leiklistinni en hin enn þá að elta leikaradrauminn í örvæntingu. Dag einn fá þær tækifæri lífsins þegar þeim er boðið að vera með sjónvarpsþátt á besta tíma. Óvæntir hlutir gerast og húsmóðirin slær í gegn á meðan hin klúðrar stóra tækifærinu.“

Vala segir að þau séu þrjú að skrifa seríuna, þær tvær og Fannar Sveinsson sem mun einnig leikstýra. Samstarfið hafi gengið vel og þau séu nú að móta hvaða stefnu þau vilji taka. „Þá verðum við öll á sömu blaðsíðu þegar við hefjum tökur, en Fannar stýrir skipinu og við Júlíana getum þá bara einbeitt okkur af því að leika þessar persónur,“ segir hún og viðurkennir að það geti verið örlítið kaótískt að skrifa og vera með annan fótinn í framleiðslunni því þá hafi maður skoðanir og áhyggjur af öllu. „En eina ráðið við því er að ráða í lið með sér fólk sem maður treystir og leyfa því að vinna sína vinnu.“

„Við erum að fara langt út fyrir okkar þægindaramma. Inn á ótroðnar slóðir.“

Spurðar hvort nýju þættirnir verði í svipuðum stíl og Þær Tvær segja þær að þeir verði gamansamir líka. Helsti munur sé kannski sá að meðan Þær Tvær hafi verið sketsaþáttur, sem byggðist upp á stuttum fyndum sögum sem tengdust ekki innbyrðist, þá verði tveimur persónum fylgt eftir allan tímann í gegnum nýju seríuna og þeirra saga sögð. „Í Þær Tvær var spurningin fyrir okkur alltaf bara sú hvort okkur þættu hugmyndirnar fyndnar,“ segir Vala. „Nú reynir meira á að gera persónur sem eru sannar og áhorfendur geta samsamað sig með, en setja þær síðan í aðstæður sem eru fyndnar.“

Þær játa að mun flóknara ferli sé að skrifa samhangandi sögu en sketsa. Persónur og aðstæður verði að vera trúverðugar og það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í sögunni til að atburðarásin gangi upp. „Við erum að fara langt út fyrir okkar þægindaramma,“ segir Vala „Inn á ótroðnar slóðir.“

Sem stendur eru þremenningarnir að vinna að handritinu. Vinkonurnar reikna með að þeirri vinnu ljúki í júní og þá taki framleiðslan við. „Draumurinn er svo að serían fari í loftið í haust,“ segja þær. Þó sé of snemmt að slá því á fast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -