Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Valdir textar Kate Bush gefnir út á bók

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Faber gefur út textasafn frá 40 ára ferli tónlistarkonunnar.

How to be Invisible, eða Hvernig á að vera ósýnileg, er nafn bókar með úrvali af textum tónlistarkonunnar Kate Bush sem hið virta forlag Faber gefur út 6. desember næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem textar hennar verða gefnir út á bók og ekki hefur verið gefið upp hvaða textar munu birtast í bókinni en það er úr nógu að velja eftir 40 ára glæstan feril.

Rithöfundurinn David Mitchell, sem meðal annars er höfundur bókarinnar Cloud Atlas, mun rita inngang að bókinni, en hann hefur margsinnis látið hafa eftir sér að Kate Bush sé einn helsti áhrifavaldur hans í skriftunum. „Fyrir milljónir fólks um allan heim er Kate miklu meira en eitt söngvaskáldið enn; hún er skapari tónlistar sem fylgir þér alla ævi,“ sagði Mitchell árið 2014 þegar hann tók þátt í fyrstu tónleikum tónlistarkonunnar eftir 35 ára hlé frá tónleikahaldi.

Kate Bush sem varð sextug í júlí er af mörgum talin einn besti textasmiður poppsögunnar og árið 2002 hlaut hún Ivor Novello verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag til tónlistar. Textar hennar þykja allt í senn bókmenntalegir, munúðarfullir um leið og þeir eru fullir af kvenorku og barnslegu sakleysi.

Faber hefur áður gefið út textasöfn ýmissa breskra tónlistarmanna, meðal annarra Jarvis Cocker og Van Morrison, en Kate verður fyrsta tónlistarkonan sem kemst í þann hóp

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -