Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Versta ár Eimskips frá hruni og krefjandi ár framundan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hagnaður Eimskips í fyrra nam rúmum einum milljarði króna og dróst hagnaður félagsins saman um 56 prósent á milli ára. Þetta er versta afkoma félagsins frá hruni og er því spáð að komandi ár verði krefjandi fyrir félagið.

Vilhelm Þorsteinsson var ráðinn forstjóri Eimskips í byrjun þessa árs, en hann tók við af Gylfa Sigfússyni sem færði sig til Bandaríkjanna þar sem hann stýrir rekstri félagsins vestanhafs. Vilhelm segir í tilkynningu að afkoman í fyrra hafi verið undir væntingum þrátt fyrir auknar tekjur en minnkandi framlegð, hærri kostnaður og afskriftir dragi afkomuna niður.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um uppgjörið og segir afkomuna verri en búist var við og versta ári félagsins frá hruni sé lokið. Félagið hafi skilað tapi á síðasta fjórðungi ársins, rekstur félagsins í Noregi hafi verið erfiður og vísbendingar séu um að það hægist á innflutningi til Íslands vegna óvissu í efnahagsmálum.

Enn fremur segir að næsta ár verði krefjandi fyrir Eimskip. Aflabrestur í loðnu auki á óvissuna í efnahagsmálunum og stórar fjárfestingar eru framundan. Þar á meðal tvö ný skip, nýr krani og breyting á hafnarsvæði sem komi til með að auka fjárstreymi og skuldsetningu á árinu. Hins vegar sé fyrir áframhaldandi vöxt í flutningum yfir Atlantshafið sem hafi gengið vel í fyrra og afkoman í Noregi, sem verið hefur dragbítur á afkomu félagsins, fari batnandi.

„Árið 2019 verður því verulega krefjandi ár fyrir Eimskip og ekki óeðlilegt að „aukin áhersla verði lögð á að bæta arðsemi í núverandi starfsemi“ líkt og félagið segir sjálft,“ segir í úttekt hagfræðideildar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -