Vongóð um að E.coli faraldri sé að ljúka

Heilbrigðisyfirvöld eru vongóð um að E.coli faraldrinum fari senn að ljúka en ekkert tilfelli hefur greinst síðan 19. júlí.  

Á heimasíðu Landlæknsi segir að undanfarna daga hafi saursýnum sem send hafa verið til rannsóknar fækkað umtalsvert. Síðasti einstaklingurinn greindist 19. júlí og hefur enginn einstaklingur greinst eftir að hafa verið í Efstadal eftir 18. júlí, daginn sem gripið var til viðamikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu bakteríunnar.

Ekkert barn er nú innliggjandi á Barnaspítala Hringsins en nokkrum börnum er enn fylgt eftir vegna sýkingarinnar. „Ofangreindar upplýsingar vekja vonir um að faraldrinum sé að ljúka,“ segir á heimasíðu Landlæknis.   

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is