Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Yfirvöld í Barcelona árétta að konur mega vera berbrjósta í sundi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgaryfirvöld í spænsku borginni Barcelona hafa sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að konum sé frjálst að vera berbrjósta í sundlaugum borgarinnar ef þær kjósi svo.

 

Tilkynningin kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna Mugrons Lliures fyrr á árinu um að ósamræmi væri reglum sundlauga þegar að þessu kemur.

Mugrons Lliures er hópur berst gegn kynjamismun í hvaða formi sem hún tekur. Í kjölfar kvörtun samtakanna hófu borgaryfirvöld rannsókn á málinu. Í lok júní birtu yfirvöld svo skýrslu vegna málsins. Í henni kom fram að allnokkur fjöld almennningslauga mismunuðu á grundvelli kyns með reglum sínum.

Jafnréttisstjórn borgarinnar ákvað í kjölfar niðurstöðunnar að árétta við stjórnendur allra laugar borgarinnar að virða í reglum sínum jafnan rétt kynja og heimila konum að njóta lauganna berbrjósta.

Í samtali við CNN segir talsmaður borgaryfirvalda að engar miðlægar reglur séu hjá borgaryfirvöldum um umgengnisreglur sundlauga borgarinnar. Þær séu á valdi stjórnenda lauganna en að óheimilt sé að viðhafa reglur sem mismuni kynjum. Þá kom fram í máli talsmannsins að það séu ekki ný tíðindi fyrir borgaryfirvöld að konur nýti laugar borgarinnar berbrjósta. Slíkt sé eðlilegt í flestum laugum og hafi tíðkast lengi.

Mugrons Lliures hafa fagnað niðurstöðunni og segja Barcelona nú frjálsari en áður og ríkari af jafnrétti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -