2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  6 Áhugaverðar staðreyndir um Salvador Dali

  Dali (1904-1989) er einn þekktasti og jafnframt litskrúðugasti listamaður 20. aldarinnar en verk hans töldust til súrrealisma og dadaisma.

  *Dali, sem var spænskur, trúði því að hann væri sinn eigin bróðir endurholdgaður en sá hafði dáið níu mánuðum áður en Dali fæddist. Þetta endurspeglaðist í mörgum af verkum hans.

  *Hann var ekki gott barn, barði systur sína og henti vini sínum fram af hárri brú og sá ekkert eftir því þrátt fyrir að vinur hans hafi skaðast verulega.

  *Hann var í opnu hjónabandi með konu sem var níu árum eldri en hann en hún var kölluð Gala og var áður gift franska skáldinu Paul Éluard. Dali hvatti hana til að eiga í ástarsamböndum við aðra menn. Þrátt fyrir það voru þau hamingjusamlega gift alla ævi.

  *Dali var rekinn úr skóla en einnig úr súrrealismahreyfingu (The Surrealism art movement) sem stofnuð hafði verið af Frakkanum André Breton. Helsta ástæðan var sú að hann var þar á öndverðum meiði í stríðspólitíkinni á 4. áratugnum og lýsti yfir mikilli hrifningu á Hitler og stuðningi við einræðisherrann Franco.

  AUGLÝSING


  *Hann elskaði peninga og var ekkert að leyna því enda var hann til í að gera allt fyrir þá, eins og að teikna lógóið fyrir Chupa Chups-sleikibrjóstsykurinn og Alka Seltzer svo fátt eitt sé nefnt. Hann teiknaði myndir aftan á ávísanirnar þegar hann borgaði á matsölustöðum af því að hann vissi að enginn myndi tíma að innleysa ávísun með teikningu eftir hann.

  *Mörg verka hans voru byggð á sálgreiningum Sigmunds Freud og kynferðislegri bælingu. Einnig málaði hann drauma sína.

   

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is