Ævintýraheimur fagurkerans – Nytjamarkaðir og antíkverslanir á höfuðborgarsvæðinu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margir fara á markaði erlendis þar sem meiri hefð er fyrir þeim þar og margir útimarkaðir í Evrópu eru gríðarlega stórir og gamlir en undanfarin ár hefur orðið aukning og vakning fyrir gömlu dóti og antík hér á landi.

Margir fara í Góða hirðinn þar sem kennir ýmissa grasa en einnig er hægt að finna góða markaðsstemningu í Portinu í Kópavogi en þar eru nokkrir aðilar með bása svo úrvalið er fjölbreytt og skemmtilegt að gramsa þar. Okkur hér á Húsum og híbýlum finnst gaman að grúska og gramsa á mörkuðum og því tókum við saman þennan lista, fjársjóðsleiturum til hægðarauka, listinn nær ekki yfir þá sem leggja áherslu á föt og hann er eflaust ekki

 

 

Góði hirðirinn
Stór nytjamarkaður sem margir þekkja en þar er hægt að finna ýmislegt áhugavert og spennandi, allt frá glösum á klinkverði upp í dýrindis silfurgripi. Mikið úrval af bæði húsgögnum og smávöru.
Heimilisfang: Fellsmúli 28, 108 Reykjavík.
Netið: Á Facebook undir Góði hirðirinn.

Hertex, Vínlandsleið
Fata- og nytjamarkaður Hjálpræðishersins.
Þessi markaður er í Grafarholtinu en þar er hægt að finna alls konar dót eins og föt, bækur, búsáhöld, gjafavöru og húsgögn.
Heimilisfang: Vínlandsleið 6-8, 113 Reykjavík.
Netið: Á Facebook undir Hertex Vínlandsleið

Kristniboðssambandið
Fata- og nytjamarkaður Kristniboðssambandsins. Vel skipulagður markaður með fötum, bókum, búsáhöldum, gjafavöru, loftljósum og bókum svo fátt eitt sé nefnt. Ekki húsgögn í neinum mæli. Ágóðinn rennur til góðgerðamála.
Heimilisfang: Í verslunarmiðstöðinni Austurveri á Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík.
Netið: Á Facebook undir Basarinn – Nytjamarkaður – Second-hand shop.

Notað og nýtt
Mikið af gömlum og notuðum húsgögnum frá ýmsum tímum. Skenkar, sófar, sófaborð, borðstofuborð, klukkur og stólar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er hægt að finna smærri gamla muni eins og búsáhöld en megináherslan er á húsgögn.
Heimilisfang: Skemmuvegur 6, 200 Kópavogi
Netið: Notað og nýtt Skemmuvegur 6 200 Kópavogur.

Nytjamarkaðurinn ABC
Á þessum markaði er mikið úrval af fötum, gjafavöru, húsbúnaði, húsgögnum og heimilistækjum á mjög góðu verði en ágóðinn er notaður til að styrja börn til náms í vanþróuðum löndum.
Heimilisfang: Víkurhvarf 2, 203 Kópavogi.
Netið: Á Facebook undir Nytjamarkaðurinn ABC.

Antíksalan
Hér er á ferðinni ekta antíkbúð þar sem áherslan er á vönduð og vel með farin antíkhúsgögn og muni. Gott úrval af fallegum húsgögnum frá ýmsum tímabilum en einnig má finna vandaða silfurmuni, kristal, stell og ýmislegt fleira.
Heimilisfang: Þórunnartún 6, 105 Reykjavík.
Netið: Á Facebook undir Antíksalan og á vefsíðunni antiksalan.is.

Kolaportið
Flestir, ef ekki allir, þekkja Kolaportið en þar er hægt að finna bæði notað og nýtt dót. Nokkrir básar selja gamla muni og bækur og ýmislegt fleira. Kolaportið er sennilega sá staður á Íslandi sem hægt er að kalla alvöruflóamarkað.
Heimilisfang: Tryggvagata 19, 101 Reykjavík
Netið: Á Facebook undir Kolaportið og á vefsíðunni kolaportid.is.

Portið
Einstaklega skemmtileg antíksala þar sem nokkrir aðilar eru með sín svæði og því er úrvalið mjög gott og spennandi fyrir forfallna gramsara og fjársjóðsleitara. Mikið úrval af búsáhöldum og gjafavöru en einnig töluvert af húsgögnum eins og skápum, hillum og borðum en einnig speglar, stólar, ljós og margt fleira. Hér verður fólk að gefa sér góðan tíma.
Heimilisfang: Nýbýlavegur 8, 200 Kópavogi.
Netið: Á Facebook undir Portið og Portið – markaður.

Antíkbúðin
Antíkverslun með mikið úrval af fjölbreyttum gömlum munum og húsgögnum. Verslunin hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Gott úrval af skrautmunum, styttum, ljósum, gömlum verkfærum og fleira.
Heimilisfang: Hamraborg 5, 200 Kópavogi.
Netið: Á Facebook undir Antíkbúðin.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -