Áklæði á alla helstu IKEA-sófa

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bemz var stofnað árið 2005 og sérhæfir sig í að sauma áklæði á vinsælustu gerðir IKEA-sófa, hægindastóla og stóla, jafnvel þá sem hættir eru í sölu, með það að leiðarljósi að lengja líftíma húsgagnanna.

Mynd / Bemz

Ef upprunalega áklæðið er slitið eða þú vilt prófa þig áfram í efnis- og litavali þá býður fyrirtækið upp á yfir 100 mismunandi áklæði, sem henta ætti hverjum og einum. Hægt er að skoða úrvalið og möguleikana á heimasíðu fyrirtækisins en hvert áklæði er saumað eftir pöntun. Fyrirtækið leggur mikið upp úr góðri hönnun, gæðum og er sjálfbærni þeim ofarlega í huga.

Mynd / Bemz

Einnig er hægt að panta sérsniðin gluggatjöld, rúmteppi, rúmföt, púðaver og fætur undir húsgögn. Pöntun fer fram í gegnum netið og sendir fyrirtækið til 42 landa um allan heim, þar á meðal til Íslands. Öll áklæði og efni má þvo í þvottavél. Skoðaðu úrvalið hér.

Mynd / Bemz

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -