2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Allar glæsilegu forsíðurnar sem prýddu Hús og híbýli árið 2019

  Það er óhætt að segja að Hús og híbýli hafi heimsótt mörg falleg heimili á árinu sem er að líða og forsíður ársins sýna fram á það. Hér fyrir neðan má sjá allar forsíður ársins 2019.

   

  Fyrir hátíðarblaðið kíktum við í heimsókn til hjónanna Báru og Egils en þau búa í einstaklega smekklegri íbúð í Hafnarfirði ásamt þremur börnum. Fjölskyldan hefur einungis búið í íbúðinni í níu mánuði og unnið hörðum höndum við að gera heimilið að sínu. Útkoman er hreint út sagt frábær enda eru bæði Bára og Egill miklir fagurkerar. Íbúðin stendur við sjóinn og út um gólfsíða gluggana er frábært útsýni sem líkist málverki svo magnað er það. Útsýnið er einmitt ein meginástæða þess að þau festu kaup á eigninni sem er fjögurra herbergja og 140 fermetrar að stærð.

  Jólablaðið glæsilega. Við Hólatorg í Vesturbænum í Reykjavík búa hjónin Erla Björnsdóttir og Hálfdán Steinþórsson ásamt fjórum sonum og ársgamla labradorhundinum Kletti. Húsið var byggt árið 1928 og þykir merkilegt fyrir margra hluta sakir en það er steinsteypt í nýbarokkstíl og teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt.

  Forsíða 11. tölublaðs Húsa og híbýla. Dásamlega fallegt einbýlishús á Seltjarnarnesi, teiknað af Kjartani Sveinssyni árið 1964. Hér hafa þau Elísabet Alma og Daníel Bjarnason búið í um tvö ár, ásamt sonunum Ríkharði og Bjarna og hundinum Vöku.

  AUGLÝSING


  Heimili listakonunnar Kristjönu Williams prýddi forsíðu 10. tölublaðs. Kristjana er íslensk listakona sem býr núna í litlu þorpi í Suður-Frakklandi ásamt fjölskyldu sinni. Þau hafa komið sér upp fallegu aðsetri í gömlu steinhúsi sem byggt var um miðja 18. öld.

  Þetta glæsilega hús í Mosfellsbæ rataði á forsíðu 9. tölublaðs. Húsið var teiknað af bræðrunum Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum arkitektum. Það var Fróði Björnsson flugstjóri sem lét byggja húsið árið 1972 og þykir það einstök listasmíð. Í þessu húsi hafa hjón búið síðan 1980 sem spannar tæp 40 ár. Húsið er um 250 fermetrar að stærð og hafa hjónin ráðist í talsverðar framkvæmdir á þeim árum sem þau hafa búið í húsinu en veigamestu framkvæmdirnar áttu sér stað árið 2000.

  Burstabærinn Litlu-Laugar að Laugum í Reykjadal á sér langa sögu en húsið var byggt árið 1926 af Sigurjóni Friðjónssyni, bónda, alþingismanni og skáldi, og konu hans Kristínu Jónsdóttur. Þetta dásamlega hús prýddi forsíðu áttunda tölublaðs.

  Í 85 ár hefur Gamli Garður þjónað stúdentum en húsið var byggt árið 1933 og var annað húsið sem reist var á háskólasvæðinu. Stúdentar byggðu sjálfir grunninn að húsinu sem alltaf hefur verið stúdentaheimili. Árið 2017 var umgjörðinni breytt og í dag er staðurinn er afar skemmtilega innréttaður. Það var Rúna Kristinsdóttir sá um að hanna og innrétta staðinn Gamli Garður var á forsíðu sjöunda tölublaðsins.

  Forsíðu sjötta tölublaðs okkar prýddi glæsilegt 370 fermtera hús á Balí, það er í eigu íslensk listamanns. Hönnun hússins er innblásin af hljóðbylgju og á sá sem dvelur í húsinu að fá þá tilfinningu að vera staðsettur inni í hljóðfæri.

  Guðmundur Jónsson arkitekt starfar á eigin arkitektastofu í Noregi og hefur hannað ógrynni fallegra bygginga, hann hlaut árið 2006 byggingarlistaverðlaun fyrir sjávarmenningarsafnið Norveg í Þrændalögum og hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir hönnun sína. Gríðarlega fallegt einbýlishús í Noregi, nánar tiltekið í norðurjaðri Óslóarborgar, sem er hönnun Guðmundar prýddi forsíðu fimmta tölublaðs Húsa og híbýla á þessu ári.

  Glæsilegt páskaborð sem Þóra Breiðfjörð leirlistamaður dekkaði fyrir okkur var á forsíðu páskablaðsins. Matarstellið er úr hennar smiðju og dúkinn og servétturnar saumaði Þóra sjálf.

  Heimili Kríu Benediktsdóttur prýddi þriðju forsíðu ársins en hún býr í skemmtilegri og bjartri risíbúð í gamla Vesturbænum. Íbúðin er á efstu hæð í fallegu steinhúsi og er rúmir 45 fermetrar, en gólfflöturinn heldur stærri enda undir súð

  Ragnar Ómarsson innanhússljósmyndari býr ásamt konu sinni, Ebbu, og þremur börnum, Viggó, 9 ára, Catarínu, 5 ára, og Thor, 4 vikna, og hundinum Rocky í fallegu einbýlishúsi staðsettu á eyjunni Lidingö sem er hluti af Stokkhólmi Heimili þeirra prýddi forsíðu tölublaðs 2 á þessu ári.

  Heimili Guðrúnar Vöku lögfræðings prýddi fyrstu forsíðu ársins. Gólfsíðir gluggar og fallegt útsýni setja punktinn yfir i-ið í íbúðinni. Horft er yfir Grandann úr stofuglugganum og einnig er afbragðssjávarútsýni úr íbúðinni.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is