2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Andi listamannsins allt um kring á litríku heimili

  Við Fögrubrekku í Kópavogi búa Sunna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Þröstur Jóhannsson tónlistarmaður ásamt tveimur sonum þeirra og labradorhundunum Tuma og Tinnu. Hjónin keyptu húsið fyrir átta árum síðan.

  Hús Sunnu og Þrastar var teiknað árið 1958 fyrir Sigurð Sigurðsson listmálara sem margir kannast við en hann var afar afkastamikill og best þekktur fyrir að halda fast í sígildar landslagshefðir í verkum sínum ásamt því að vera einn fremsti portrettmálari þjóðarinnar.  Húsið ber þess glögglega merki að hafa verið sérhannað fyrir listamann.

  Mikilvægt að heimilið sé litríkt

  Þau hjónin segjast vera svo lánsöm að hafa fjöldann allan af listamönnum í kringum sig en mörg falleg listaverk prýða heimilið. Þeim finnist einnig mikilvægt að heimilið sé litríkt, að bækur séu í bókahillum og að fallegu listaverkin á veggjunum veiti þeim mikla ánægju.

  AUGLÝSING


  „Ég hef lengi hrifist af suðurevrópskum og suðuramerískum straumum þar sem litagleði og hlýleiki ræður ríkjum eins og heimilið ber kannski vott um,“ segir Sunna.

  Lestu viðtalið í heild sinni og sjáðu fleiri myndir af þessu fallega heimili í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is