Andrés önd var í miklu uppáhaldi hjá Barða Jóhannssyni |

Andrés önd var í miklu uppáhaldi hjá Barða Jóhannssyni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Flestir þekkja Barða Jóhannsson tónlistarmann og markaðsstjóra, við hér á Húsum og híbýlum fengum hann til að svara nokkrum spurningum í blaðinu hjá okkur fyrr í vor og hér eru nokkur af uppáhaldssvörunum okkar.

1. Hver er Barði? Það vita vinir og fjölskylda.
2. Hvaða hlut langar þig mest að eignast um þessar mundir? Mér dettur ekkert í hug.
3. Hvaða form listar er í uppáhaldi hjá þér? Tónlist, kvikmyndir og ljósmyndir.
4. Hver er eftirlætiskvikmyndin þín og af hverju? Wild at Heart. Af því að hún hafði svo mikil áhrif á mig þegar ég sá hana 15 ára. Ég hafði aldrei séð neina mynd eins og hana áður. Svo er Dead Ringers mjög eftirminnileg og Suspiria.
5. Hvaða bók eða bækur hafa hreyft við þér? Andrés Önd var í miklu uppáhaldi.
6. Hver er þinn uppáhaldshönnuður? Ég hef alltaf verið mikið fyrir Karl Lagerfeld. Hann hélt kúlinu fram á síðasta dag.
7. Listamaður eða -kona sem þú heldur upp á? David Lynch, Philip Glass, Hafsteinn Mikael, Alfreð Flóki, Francis Bacon, Kim Gordon, Christopher Walken, Kim Deal og Hope Sandoval.
8. Ertu með eitthvert lífsmottó? Ég reyni að hafa gaman af öllu og að sjá það fyndna í erfiðleikum.
9. Hvað gerirðu þegar þú vilt gera virkilega vel við þig? Kúra eða fer í heitt bað.
10. Skiptir útlitið máli? Annaðhvort skiptir ekkert máli eða allt. Sem betur fer er smekkur allra misjafn á hvað er fallegt og hvað minna fallegt.

Umsjón/María Erla Kjartansdóttir
Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira