Þriðjudagur 26. september, 2023
11.8 C
Reykjavik

Api, hundur og flamingófuglar í uppáhaldi hjá Tobbu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tobba Marinósdóttir, rithöfundur og fullt fleira, er alltaf með mörg járn í eldinum. Hús og híbýli kíkti í heimsókn í gula húsið við Hringbraut þar sem Tobba býr ásamt manni sínum og börnum og hún sýndi okkur allt sem er í uppáhaldi hjá sér.

 1. Ljósið tók ég með heim í handfarangri úr helgarferð til London, ég keypti það í John Lewis. Á meðan vinkonurnar kaupa föt fylli ég yfirleitt töskurnar af hurðarhúnum, vösum og málverkum.  Borðstofuborðið, skápurinn og sófinn eru frá angleandboho.co.uk

  Ljósið keypti Tobba í London.
 2. Gyllti límbandsrúlluvoffinn er í uppáhaldi hjá mér því þetta er hlutur sem hefur mikið notagildi. Við mæðgur erum sífellt að pakka inn og föndra og því tilvalið að hafa gylltan hund við höndina. Flamingófuglarnir áttu upprunalega að vera í barnaherberginu en enduðu í stofunni sökum plássleysis hjá Regínu.

  Gyllti hundurinn er mikið notaður heima hjá Tobbu.
 3. Ég splæsti í þessa svörtu, möttu KitchenAid-hrærivél þegar við fluttum hingað því gamla hrærivélin mín var hárauð og passaði alls ekki í grátt eldhúsið … eða það segi ég Kalla. Þessi matta var einfaldlega svo fögur að ég tjúllaðist og keypti hana og seldi gömlu á Facebook. Þessi svarta kom í takmörkuðu upplagi og það var slegist um þær í Kúnígúnd. Ég þurfti að hrinda ókunnugri konu til að tryggja mér hana.

  Tobba þurfti að hrinda ókunnugri konu til að eignast þessa.
 4. Svarta, matta Le Cruiset-pottinn nota ég mikið því hann má líka fara inn í ofn og er svo fallegur að hann sómir sér vel á veisluborði.
 5. Þetta matta stell er í miklu uppáhaldi því maturinn myndast svo vel á möttu stelli. Stellið er dönsk hönnun og heitir Bitz eftir fyrirsætunni sem hannaði það, Christian Bitz. Stellið fæst í Bast í Kringlunni og má allt fara inn í ofn. Gylltu hnífapörin fékk ég svo í Fjarðarkaupum.

  Matur myndast vel á möttu stelli að sögn Tobbu.
 6. Nýjasta bókin mín, Gleðilega fæðingu, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hver elskar ekki gyllt smábörn?
 7. Systir mín, Rebekka Rut Marinósdóttir, tók þessa fallegu mynd af Regínu dóttur okkar Kalla á Krít. Myndir eftir hana eru sannkallaður fjársjóður, hún nær að mynda fólk á svo persónulegan og óuppstiltan máta. Píanóið kemur frá tengdamömmu og er okkur afar kært.
 8. Kalli minn gaf mér þetta listaverk í jólagjöf. Það er eftir Kathy Clark en boxið kemur úr hinni skemmtilegu verslun BoHo á Grandagarði.
 9. Sósukannan frá Tom Dixon er í algjöru uppáhaldi hjá mér af því að amma mín gaf mér hana en amma er mikill áhrifavaldur í mínu lífi hvað varðar mat, hún eldar virkilega heiðarlegan og góðan mat.
 10. Apalampinn frá Seletti pantaði ég á sveitagistingu í Toscana í tilefni afmælis Kalla því hann elskar apa. Kassinn fyllti nánast út í bílaleigubílinn og hafði verið ansi mikið til vandræða í lobbýinu þegar við komum. Svo handleggsbrotnaði helvítið í handfarangri en hann er bara meiri karakter fyrir vikið. Er það ekki?

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -