2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Áreynslulaus glamúr

  Fyrir nokkrum árum fengum við þær stöllur Systu og Kollu í versluninni AFF – concept store til þess að dekka hátíðarborð fyrir okkur en verslun þeirra er þekkt fyrir fallegar og einstakar vörur sem ekki sjást á hverju strái.

   

  Uppdekkaða borðið var engin undantekning frá því og náttúrulegar skreytingar í bland við gyllta tóna fönguðu stemninguna. Fullkominn innblástur fyrir jóla- eða áramótaborðið.

  Hvernig stemningu vilduð þið ná fram? Náttúran er lúxus, því vildum við ná fram náttúrulegri stemmingu með hlýleika og áreynslulausum glamúr.

  Myndir / Hákon Davíð Björnsson

  AUGLÝSING


  Hvað er ómissandi við hátíðarborðið? Kærleikur, kertaljós og skreytingar.

  Breytist uppdekkaða borðið mikið á milli ára? Já, það gerir það alltaf og einnig milli jóla og nýárs. 

  Myndir / Hákon Davíð Björnsson

  Flugeldar eða kampavín? Við viljum bæði mikið af flugeldum og góðu kampavíni.

  Hvaðan kemur borðbúnaðurinn og skrautið? Allur borðbúnaður og skraut er frá verslunni AFF – concept store. Diskur á fæti er í einkaeign.

  Myndir / Hákon Davíð Björnsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is