Nýverið var þriðja sýning Listvals í rými verslunarinnar Norr11 á Hverfisgötu opnuð. Það er sýningin STEIN – SKRIFT þar sem listamkonan Áslaug Íris Katrín sýnir ný myndverk undir listrænni stjórn Elísabetar Ölmu Svendsen.
Í verkum sínum rannsakar Áslaug myndmál, lestur, skilning, skilaboð og framsetningu
tungumála. Áslaug vinnur þar með sérstætt myndmál og skoðar hvernig form verða að táknum sem verða svo partar af kerfum, til dæmis stafrófi.
Áslaug byggir myndflötinn upp með táknrænu kerfi. Titill sýningarinnar, STEIN – SKRIFT, er skírskotun í helgirúnir sem forðum daga voru höggnar í stein.
Sýningin STEIN – SKRIFT stendur yfir fram í byrjun febrúar.