Bætist í Betty-línuna fyrir &Tradition

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hönnunarteymið Jakob Thau og Sami Kallio hafa bætt við Betty-línuna fyrir &Tradition.

Betty-stólarnir komu á markað 2019 og nú hefur bekkur bæst í safnið. Línan dregur nafn sitt af Betty Nansen-leikhúsinu í Kaupmannahöfn sem upphaflega var byggt árið 1857. Hönnuðirnir deila ástríðu sinni á handverki og voru staðráðnir í að búa til tignarlegt húsgagn sem auðvelt væri að aðlaga öllum rýmum heimilisins, þar sem þægindi væru höfð í fyrirrúmi.

Mynd / &Tradition

Betty-bekkurinn hefur gegnheilan eikarramma og handofna setu úr náttúrulegum hörtrefjum.

Mynd / &Tradition

Mynd / &Tradition

Varan kemur í flötum pakkningum og fæst í tveimur stærðum, 104 cm og 156 cm og þremur mismunandi litum, svörtu, blátóna og rauðtóna. Bekkurinn fæst í Epal.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -