2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Bílslys breytti öllu

  7 athyglisverðar staðreyndir um Fridu Kahlo

  Frida Kahlo (1907-1954) er meðal þekktari kvenlistamanna 20. aldarinnar. Hún var mexíkósk að uppruna og tilheyrðu verk hennar súrrealisma en hún málaði mikið af sjálfsmyndum þar sem hún notaði tákn til að lýsa andlegum og líkamlegum líðan. Frida notaði einstaklega skæra og mikla liti í myndum sínum og gerði mexíkóskri arfleið hátt undir höfði. Femínistar hafa oft notað Fridu sem táknmynd þar sem hún túlkaði reynsluheim kvenna á einstakan og lýsandi hátt.

  1 Hún laug til um aldur sinn en ekki til að þykjast yngri heldur til að geta sagt að hún hafi fæðst árið sem mexíkóska byltingin hófst, árið 1910.

  2 Hún fékk lömunarveiki aðeins sex ára að aldri og átti í veikindunum í marga mánuði en eftir það varð annar fóturinn á henni styttri en hinn og þess vegna gekk hún alltaf í skósíðum kjólum eða pilsum.

  AUGLÝSING


  3 Hún stefndi að því að verða læknir en sú áætlun breyttist þegar hún lenti í hörmulegu bílslysi og var raunar vart hugað líf. Mjaðmagrindin í henni brotnaði og einnig nokkrir hryggjaliðir auk þess sem hún brotnaði á fleiri stöðum. Hún lá á spítala í marga mánuði. Á meðan hún gat sig vart hreyft í rúminu hóf hún að teikna.

  4 Hún giftist vegglistamanninum Diego Rivera en hjónaband þeirra var stormasamt. Rivera og Frida áttu í ýmsum ástarsamböndum og meðal annars hélt Rivera við systur Fridu. Þau skyldu en giftust svo aftur stuttu fyrir andlát Fridu.

  5 Árið 1939 keypti Louvre-safnið í París listaverk Fridu, The Frame, og þar með var brotið blað í sögu Mexíkó því þetta var fyrsta verk eftir mexíkóska konu sem komst inn á alþjóðlegt safn.

  6 En hún glímdi einnig við önnur vandamál eins og fósturmissi en allt það sem hún gekk í gegnum endurspeglaðist í verkum hennar og sjálfsmyndum en 55 af 143 verkum hennar eru af henni sjálfri.

  7 Frida þjáðist mikið alla tíð eftir slysið og þurfi að styðjast við staf og vera í hjólastól. Taka þurfti hluta af fæti hennar af en hún lét sig samt ekki vanta á síðustu sýninguna sem hún hélt og lét keyra sig í sjúkrabíl á Galería Arte Contemporane þar sem hún hélt sína fyrstu einkasýningu og tók á móti gestum í rúminu. Hún lést nokkrum mánuðum síðar aðeins 47 ára gömul.

  Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
  Myndir / Úr safni

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is