Björk flytur tónleikaröð sína í magnaðri nýrri byggingu

Björk Guðmunds­dótt­ir flytur sviðslistasýningu sína, Cornucopia, í nýja tónleikahúsinu The Shed í New York. Um magnaða byggingu er að ræða.

Sýningin er flutt í stærsta rými tónleikahússins sem nefnist The McCourt. Tónleikaröð Bjarkar markar formlega opnun þessa glæsilega húss.

Sýningin var frumflutt 6. maí og verður flutt sjö sinnum til viðbótar en uppselt er á allar sýningarnar.

Hér fyrir neðan er myndband um húsið og hugmyndina á bak við það.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is