• Orðrómur

„Blokkin sem skiptir litum“ fær viðurkenningu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tvíhorf arkitektar ásamt ÁF-hús byggingarverktaka hlutu viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og frágang fjölbýlishússins að Álalind 14, blokkina sem „sem skiptir litum“.

Á vef Tvíhorf arkitekta segir að frá upphafi hönnunarferlisins hafi arkitektar lagt áherslu á að byggingin framkallaði óvænta og síbreytilega upplifun þess sem á hana horfir, hvort sem er úr fjarlægð eða nálægð.

Blokkin er klædd þrítóna álklæðningu sem breytist eftir sjónarhorni frá bleik-fjólubláum úr grábláum í grænan lit. Blokkin er einnig að hluta klædd viðarklæðningu sem spilar á móti álklæðningunni.

- Auglýsing -

„Þessi fjöruga litabreyting kallast svo á við hlýlega og stöðuga efniskennd viðarins sem umlykur svalir íbúða. Svalir eru formaðar á tvennskonar hátt og skjótast sitt á hvað út úr húshliðum eins og trjágreinar á þykkum trjábol. Með þessu móti fanga þær enn meiri birtu og gefa íbúanum tilfinningu um aukinn glæsileika ásamt því að spila stórt hlutverk í markvissu uppbroti á formgerð byggingarinnar,“ segir á Facebook-síðu Tvíhorf arkitekta um verkefnið.

Byggingin, sem staðsett er í hinu nýja Glaðheimahverfi Kópavogs, samanstendur af 40 íbúðum á tíu hæðum auk jarðhæðar og kjallara.

„Blokkin sem skiptir litum“ – Tvíhorf arkitektar hljóta umhverfisviðurkenningu Kópavogsbæjar 2020 Í gær, miðvikudaginn…

Posted by Tvíhorf arkitektar on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -