2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Bráðnun jökla 1999/2019

  Sýning Ólafs Elíssonar, Bráðnun jökla 1999/2019, var opnuð þann 28. nóvember síðastliðinn í Hafnarhúsinu.

  Mynd / Listasafn Reykjavíkur

  Ný ljósmyndaröð Ólafs sameinar eldri ljósmyndaröð frá 1999 og sýnir fram á þá djúpstæðu ógn sem steðjar að loftslagi okkar. Jöklarnir eru myndaðir frá sama sjónarhorni og úr sömu fjarlægð sem sýnir glögglega breytingu þeirra síðastliðin 20 ár. Um sýninguna segir Ólafur að árið 1999 hafi hann álitið jöklana vera handan allra mannlegra áhrifa, honum fannst þeir mikilfenglegir og gagntakandi fagrir og virtust óhreyfanlegir, eilífir. Það sem vakti helst athygli hans er munurinn á skala mannsins og skala jarðsögunnar. Í augum flestra eru jöklarnir fastir fyrir en á jarðfræðilegum mælikvarða eru þeir sífellt á ferðinni.

  Sýningin er gríðarlega áhrifarík sem vekur fólk svo sannarlega til umhugsunar og stendur hún yfir til 9. febrúar 2020.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is