Breyta gömlum sokkabuxum í húsgögn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sænski sokkabuxnaframleiðandinn Swedish Stockings tekur við gömlum sokkabuxum og breytir þeim í húsgögn.

Skaðleg áhrif textílframleiðslu á náttúruna hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og margir fataframleiðendur leita nú leiða til að endurnýta og endurvinna textíl. Sænska sokkabuxnamerkið Swedish Stockings fer einstaklega skemmtilega og óvenjulega leið í sinni endurvinnslu.

Nýjasta nýtt frá Swedish Stockings er húsgagnalína sem hefur að geyma nokkrar gerðir af borðum sem eru búin til úr gömlum sokkabuxunum.

Í kynningarmyndbandi um verkefnið segir að það sé engin leið að endurvinna gamalt nylon-efni í nýjar sokkabuxur og að það sé synd að sjá mikið magn sokkabuxna, flíkur sem hafa oftar en ekki skamman líftíma, enda í ruslinu árlega.

Viðskiptavinum Swedish Stockings stendur nú til boða að skila gömlum sokkabuxum inn til fyrirtækisins, gömlu sokkabuxurnar mega vera frá hvaða merki sem er. Stofnandi Swedish Stockings, Linn Frisinger, segir fólk hvaðanæva úr heiminum senda þeim sokkabuxur til endurvinnslu, sokkabuxur sem annars hefðu endað í landfyllingu.

Mynd / SwedishStockings

Þessar gömlu sokkabuxur eru tættar niður og þeim blandað við endurunna hlertrefja. Hráefnið er svo mótað í borð.

Hér fyrir neðan má sjá myndband Swedish Stockings sem gefur innsýn inn í framleiðsluferlið.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Úr listaverki í ramma yfir í húsgagn

Línan The Piece Furnature frá Craft Combine er einstaklega sniðug en í línunni eru einskonar púsluspil sem þjóna bæði því hlutverki...