„Covid-sófinn“ sem vakið hefur heimsathygli

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tobia Zambotti innanhússhönnuður, er fæddur og uppalinn á Ítalíu, hann hefur sótt í sig veðrið bæði hérlendis, í heimalandi sínu og víðar en hann var búsettur hér á landi í rúmt ár. Hann lét fljótlega til sín taka í íslensku hönnunarsenunni og vakti meðal annars athygli fyrir þátttöku sína á HönnunarMars í fyrra og einnig fyrir hönnun sína á ísbúðinni í Perlunni.

Viðtal við Tobia birtist í 11. tbl. Húsa og híbýla, 2020. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Tobia útskrifaðist með meistaragráðu í innanhússhönnun frá Politecnico di Milano. Eftir útskrift fékk hann starfstilboð hjá hönnunarstofunni Alberto Caiola Design & Consulting, Ltd í Sjanghæ. Konan hans hafði starfað hér á landi og heillaðist af Íslandi, Tobia tók því ákvörðun eftir að hafa verið í Sjanghæ í nokkurn tíma að flytja til Íslands.

Tobia hefur nú vakið heimsathygli fyrir hinn svokallaða Couch-19 sem er sófi gerður úr um 10.000 einnota grímum sem hann, ásamt samborgurum sínum, týndi upp af götunni í heimabæ sínum í Norður-Ítalíu. Með þessu er hann jafnframt að vekja athygli á þeirri plastmengun sem bæst hefur ofan á vandamálið sem fyrir var eftir að faraldurinn hófst.

Mynd / Raffaele Merler

Couch-19 hefur beina tilvitnun í Covid-19, en ljósbláu grímurnar hafa einnig skírskotun í ísjaka. Þær grímur sem notaðar voru eru aðeins brot af tæplega 130 milljarða gríma sem hefur verið hent á heimsvísu í hverjum mánuði síðan við upphaf faraldursins, með tilheyrandi mengun.

Mynd / Raffaele Merler

Tobia geymdi allar grímur í lokuðum plastpokum í mánuð og sótthreinsaði til þess að tryggja það að engin ummerki veirunnar væru til staðar. Grímunum var þjappað saman í fjórar einingar og er sófinn klæddur með endurnýttu PVC plasti. Efnið er sterkt, gegnsætt og „ískalt“.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -