• Orðrómur

Dáleiðandi verk úr teipi og krulluböndum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nú stendur yfir sýning á verkum myndlistarmannsins Ásgeirs Skúlasonar í sýningarrými Norr11 undir yfirskriftinni Athugið, athugið.

Á sýningunni eru ofin textílverk í aðalhlutverki þar sem krullubönd, sem yfirleitt eru notuð utan um gjafir, eru helsti efniviður Ásgeirs.

„Hann notar er þriggja ása aðferð svo úr verður ísometrískt munstur sem skapar þrívídd á tvívíðum fleti. Munstrið endurtekur sig út allan ramman og skapar sjónhverfingu,“ segir í tilkynningu um sýninguna.

- Auglýsing -

Mynd / Anna Kristín Óskarsdóttir

Til viðbótar við ofnu verkin sýnir Ásgeir einnig veggskúlptúra sem gerðir eru úr teipi sem hann rúllar í hringi. Með þessum verkum leitast listamaðurinn eftir að fanga athygli áhorfandans þannig að viðkomandi dáleiðast af forminu. „Verkin láta við fyrstu sýn lítið yfir sér en þegar nær er komið sekkur maður inn í myndflötinn,“ segir í tilkynningunni.

Sýningin Athugið, athugið stendur til 10. maí í Norr 11, Hverfisgötu 18. Sýningin er á vegum Listval og lista yfir verkin á sýningunni má nálgast á vef Listvals.

- Auglýsing -

Myndir / Anna Kristín Óskarsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -